Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 03:00 Einn af árásarmönnunum. Vísir Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34 Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34
Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01