Þetta segir Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York og sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í umhverfis- og borgarmálum.
„Bandaríska ríkisstjórnin er kannski ekki lengur með í samkomulaginu en bandaríska þjóðin er skuldbundin samkoulaginu. Og við munum ná markmiðunum.
Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.
Bloomberg segir að bandarískar borgir, ríki og fyrirtæki muni í sameiningu standa að því að Bandaríkin nái þeim markmiðum sem samkomulagið setur. Þessi skilaboð hafi Bloomberg meðtekið frá borgarstjórum, ríkisstjórum og forstjórum undanfarna daga.
Trump hefur haldið því fram að samkomulagið sé slæmt fyrir Bandaríkin en leiðtogar víða um heim hafa á móti bent að samkomulagið sé mikilvægt til þess að stemma í stigum við hlýnun jarðar, Bandaríkin geti ekki leikið slíkan einleik og hunsað þar með hagsmuni heildarinnar.
Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, einnig innan Bandaríkjanna og ákvað Elon Musk, sem rekur fyrirtækin Tesla og Space X, sem og Roger Iger, forstjóri Walt Disney, að segja sig úr sérstöku ráðgjafaráði Bandaríkjaforseta vegna málsins.