Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, náði sér vel á strik á þriðja degi Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Valdís Þóra fékk alls fimm fugla á hringnum í dag, tvo skolla og 11 pör. Hún lék því á þremur höggum undir pari.
Valdís Þóra er samtals á einu höggi yfir pari og er í 22.-24. sæti á mótinu.
Fyrir hringinn í dag var Valdís Þóra í 70. sæti og fór því upp um 48 sæti með spilamennsku sinni í dag.
Fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun.
