Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:30 Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira