Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2017 18:45 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sat hjá í atkvæðagreiðslunni í kvöld. vísir/stefán Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni. Tillaga ráðherra var engu að síður samþykkt um klukkan hálf sjö gegn atkvæðum þriggja þingflokka stjórnarandstöðunnar en þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá. Nýtt millidómstig, Landsréttur, tekur til starfa um næstu áramót og er honum ætlað að minnka álagið á Hæstarétti Íslands og verður dómurum þar einnig fækkað. Dómnefnd fór yfir umsóknir í dómarastörf í Landsrétti og raðaði rúmlega þrjátíu umsækjendum upp í hæfnisröð. Dómsmálaráðherra ákvað hins vegar að færa fjóra umsækjendur niður listann og fjóra aðra upp listann í tillögu sinni til Alþingis. Ekki tókst að ljúka málinu á Alþingi í gær vegna djúpstæðs ágreinings stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag og sagði þinginu gefin skammur tími til að fara yfir málið en ráðherra lagði tillögu sína fram hinn 29. maí. Þá hafi ráðherra einnig verið gefin skammur tími samkvæmt lögunum um Landsrétt. Ráðherrann væri hins vegar ekki undanþegin stjórsýslulögum fari hann ekki að tillögu dómnefndar. „Ekki er ljóst hvaða samanburður hefur farið fram á milli þeirra umsækjenda sem dómnefnd telur hæfasta og falla brott úr tillögu ráðherra og þeirra fjögurra sem ekki eru á meðal þeirra sem dómnefnd telur hæfasta en bætast við tillögu ráðherra. Ekki liggur heldur fyrir samanburður á þeim fjórum sem voru á meðal fimmtán hæfustu samkvæmt áliti dómnefndar og öðrum úr sama hópi sem fá þó að halda sér á tillögu ráðherra til dæmis hvað varðar dómarareynslu sem nefnd hefur verið sem sérstök rök í málinu,“ sagði Katrín. Stjórnarliðar segja dómsmálaráðherra hins vegar hafa fært fullnægjandi rök fyrir ákvörðun sinni og sagði Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að hann teldi stjórnarandstöðuna ekki hafa tekist að sýna fram á annað. „Hvað er það sem vantar upp á hér í þessu máli? Getur háttvirtur þingmaður svarað því og útskýrt hvað er að baki þessari fullyrðingu um að ekki sé sýnt að ráðherra hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni,“ spurði Teitur Björn Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata sem síðan brást illa við viðbrögðum Teits Björns utan úr sal þegar hann svaraði honum. „Þingmaðurinn hlær. Menn verða að átta sig á því að á Alþingi veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn. Og við þurfum fucking tíma til að geta unnið þetta mál,“ sagði Jón Þór en baðst strax velvirðingar á orðum sínum. Forseti Alþingis mælti þá til Jóns Þórs: „Forseti vill beina því til þingmanna að gæta orða sinna hér í ræðustól.“ „Já ég skal gera það. Ég missti þarna út úr mér þetta orð. En við erum almennir borgarar sem þurfum tíma til að vinna mál og þegar sérfræðingar segja okkur að það er ekki ljóst og benda á dómafordæmi sem sýna það að ráðherra gæti verið að brjóta lög við skipan dómara þá þurfum við tíma. Við höfum til 1. júlí til þess að gera það,“ kallaði Jón Þór Ólafsson yfir þingheim. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni. Tillaga ráðherra var engu að síður samþykkt um klukkan hálf sjö gegn atkvæðum þriggja þingflokka stjórnarandstöðunnar en þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá. Nýtt millidómstig, Landsréttur, tekur til starfa um næstu áramót og er honum ætlað að minnka álagið á Hæstarétti Íslands og verður dómurum þar einnig fækkað. Dómnefnd fór yfir umsóknir í dómarastörf í Landsrétti og raðaði rúmlega þrjátíu umsækjendum upp í hæfnisröð. Dómsmálaráðherra ákvað hins vegar að færa fjóra umsækjendur niður listann og fjóra aðra upp listann í tillögu sinni til Alþingis. Ekki tókst að ljúka málinu á Alþingi í gær vegna djúpstæðs ágreinings stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag og sagði þinginu gefin skammur tími til að fara yfir málið en ráðherra lagði tillögu sína fram hinn 29. maí. Þá hafi ráðherra einnig verið gefin skammur tími samkvæmt lögunum um Landsrétt. Ráðherrann væri hins vegar ekki undanþegin stjórsýslulögum fari hann ekki að tillögu dómnefndar. „Ekki er ljóst hvaða samanburður hefur farið fram á milli þeirra umsækjenda sem dómnefnd telur hæfasta og falla brott úr tillögu ráðherra og þeirra fjögurra sem ekki eru á meðal þeirra sem dómnefnd telur hæfasta en bætast við tillögu ráðherra. Ekki liggur heldur fyrir samanburður á þeim fjórum sem voru á meðal fimmtán hæfustu samkvæmt áliti dómnefndar og öðrum úr sama hópi sem fá þó að halda sér á tillögu ráðherra til dæmis hvað varðar dómarareynslu sem nefnd hefur verið sem sérstök rök í málinu,“ sagði Katrín. Stjórnarliðar segja dómsmálaráðherra hins vegar hafa fært fullnægjandi rök fyrir ákvörðun sinni og sagði Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að hann teldi stjórnarandstöðuna ekki hafa tekist að sýna fram á annað. „Hvað er það sem vantar upp á hér í þessu máli? Getur háttvirtur þingmaður svarað því og útskýrt hvað er að baki þessari fullyrðingu um að ekki sé sýnt að ráðherra hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni,“ spurði Teitur Björn Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata sem síðan brást illa við viðbrögðum Teits Björns utan úr sal þegar hann svaraði honum. „Þingmaðurinn hlær. Menn verða að átta sig á því að á Alþingi veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn. Og við þurfum fucking tíma til að geta unnið þetta mál,“ sagði Jón Þór en baðst strax velvirðingar á orðum sínum. Forseti Alþingis mælti þá til Jóns Þórs: „Forseti vill beina því til þingmanna að gæta orða sinna hér í ræðustól.“ „Já ég skal gera það. Ég missti þarna út úr mér þetta orð. En við erum almennir borgarar sem þurfum tíma til að vinna mál og þegar sérfræðingar segja okkur að það er ekki ljóst og benda á dómafordæmi sem sýna það að ráðherra gæti verið að brjóta lög við skipan dómara þá þurfum við tíma. Við höfum til 1. júlí til þess að gera það,“ kallaði Jón Þór Ólafsson yfir þingheim.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54
Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30
Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08