Dagur býður sig aftur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2017 10:12 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar 45 ára afmæli í dag. visir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira