Andri Rúnar búinn að ná bronsskó síðasta árs í átta leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2017 10:30 Andri Rúnar hefur skorað í fimm deildarleikjum í röð. vísir/andri marinó Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn