Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 21:17 Frá mótmælunum í dag. vísir/afp Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. Mótmælendur ruddust inn á skrifstofur hverfisráðsins en eftirlifandi íbúar sem bjuggu í turninum og aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum gagnrýna yfirvöld harðlega fyrir skort á stuðningi og aðstoð við þá sem nú eiga um sárt að binda. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Staðfest er að þrjátíu manns hafi látist í brunanum og þá kemur fram á vef BBC að talið sé að um 70 manns sé enn saknað.Grenfell-turninn í einu fátækasta hverfi Englands Kensington-hverfi þar sem Grenfell-turninn stendur, eða réttara sagt rústir hans, er þekkt fyrir að vera heimili ríka og fræga fólksins. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hluti hverfisins sem Grenfell-turninn er í er eitt fátækasta svæði á gjörvöllu Englandi. Margir telja að þetta spili inn í þann harmleik sem varð aðfaranótt miðvikudags en eins og greint hefur verið frá höfðu íbúar margítrekað bent á að brunavörnum í húsinu við dræmar undirtektir yfirvalda. Kusai Rahal er einn af þeim sem mættu í mótmælin í dag. Hann segir að Grenfell-turninn sé eins og stytta sem minni á að fólkið sem bjó þar dó vegna þess að það var fátækt. „Það sem gerðist þarna var morð. Þetta voru ekki mistök, þetta var einfaldlega morð. Það er ríkisstjórninni að kenna og niðurskurðarins sem hún hefur staðið fyrir síðastliðin sjö ár þar sem hún hefur selt land til einkaaðila sem er nákvæmlega sama um fólkið og hugsa bara um að græða,“ segir Rahal í samtali við Guardian."#GrenfellTower is like a statue reminding us that these people died because they were poor." Kusai Rahul at the #GrenfellTowerprotest pic.twitter.com/m2D7UrxCDT— Damien Gayle (@damiengayle) June 16, 2017 „Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk“ Á meðal þess sem hefur sætt gagnrýni er sú staðreynd að Theresa May, forsætisráðherra, hefur ekki gert sér ferð að turninum til þess að ræða við þá sem bjuggu þar og misstu allt sitt sem og aðstandendur sem sumir hverjir hafa ekki fengið neitt staðfest frá yfirvöldum um afdrif ástvina sinna. May kom ekki og hitti almenning af öryggisástæðum en Elísabet Englandsdrottning virtist ekki setja það fyrir sig þegar hún heilsaði upp á fólkið við Grenfell-turn í dag ásamt Vilhjálmi, hertoga af Cambridge, og erfingja krúnunnar. „Theresa May kom ekki einu sinni hingað til að hitta fólkið heldur átti bara lítinn einkafund. Þú sérð Jeremy Corbyn koma hingað og hitta fólkið. Þegar upp er staðið þá hafa íhaldsmenn misst það og Theresa May hefur líka misst það. Hún verður að fara frá,“ segir Rahal og bætir við að þetta sé raunveruleikinn: „Turninn er eins og stytta sem verður í langan tíma og minnir okkur á að fólkið sem lét lífið dó vegna þess að það var fátækt. Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk.“ Búið er að boða til annarra mótmæla í Kensington og Chelsea á morgun klukkan 12. May hefur sagt að fimm milljónir punda verði settar í að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna brunans.Byggt á umfjöllun Guardian og BBC. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun. 16. júní 2017 11:34 „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Fyrsta fórnarlamb brunans í London nafngreint Mohammed Alhajali, 23 ára sýrlenskur flóttamaður, lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins. 15. júní 2017 14:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. Mótmælendur ruddust inn á skrifstofur hverfisráðsins en eftirlifandi íbúar sem bjuggu í turninum og aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum gagnrýna yfirvöld harðlega fyrir skort á stuðningi og aðstoð við þá sem nú eiga um sárt að binda. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Staðfest er að þrjátíu manns hafi látist í brunanum og þá kemur fram á vef BBC að talið sé að um 70 manns sé enn saknað.Grenfell-turninn í einu fátækasta hverfi Englands Kensington-hverfi þar sem Grenfell-turninn stendur, eða réttara sagt rústir hans, er þekkt fyrir að vera heimili ríka og fræga fólksins. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hluti hverfisins sem Grenfell-turninn er í er eitt fátækasta svæði á gjörvöllu Englandi. Margir telja að þetta spili inn í þann harmleik sem varð aðfaranótt miðvikudags en eins og greint hefur verið frá höfðu íbúar margítrekað bent á að brunavörnum í húsinu við dræmar undirtektir yfirvalda. Kusai Rahal er einn af þeim sem mættu í mótmælin í dag. Hann segir að Grenfell-turninn sé eins og stytta sem minni á að fólkið sem bjó þar dó vegna þess að það var fátækt. „Það sem gerðist þarna var morð. Þetta voru ekki mistök, þetta var einfaldlega morð. Það er ríkisstjórninni að kenna og niðurskurðarins sem hún hefur staðið fyrir síðastliðin sjö ár þar sem hún hefur selt land til einkaaðila sem er nákvæmlega sama um fólkið og hugsa bara um að græða,“ segir Rahal í samtali við Guardian."#GrenfellTower is like a statue reminding us that these people died because they were poor." Kusai Rahul at the #GrenfellTowerprotest pic.twitter.com/m2D7UrxCDT— Damien Gayle (@damiengayle) June 16, 2017 „Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk“ Á meðal þess sem hefur sætt gagnrýni er sú staðreynd að Theresa May, forsætisráðherra, hefur ekki gert sér ferð að turninum til þess að ræða við þá sem bjuggu þar og misstu allt sitt sem og aðstandendur sem sumir hverjir hafa ekki fengið neitt staðfest frá yfirvöldum um afdrif ástvina sinna. May kom ekki og hitti almenning af öryggisástæðum en Elísabet Englandsdrottning virtist ekki setja það fyrir sig þegar hún heilsaði upp á fólkið við Grenfell-turn í dag ásamt Vilhjálmi, hertoga af Cambridge, og erfingja krúnunnar. „Theresa May kom ekki einu sinni hingað til að hitta fólkið heldur átti bara lítinn einkafund. Þú sérð Jeremy Corbyn koma hingað og hitta fólkið. Þegar upp er staðið þá hafa íhaldsmenn misst það og Theresa May hefur líka misst það. Hún verður að fara frá,“ segir Rahal og bætir við að þetta sé raunveruleikinn: „Turninn er eins og stytta sem verður í langan tíma og minnir okkur á að fólkið sem lét lífið dó vegna þess að það var fátækt. Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk.“ Búið er að boða til annarra mótmæla í Kensington og Chelsea á morgun klukkan 12. May hefur sagt að fimm milljónir punda verði settar í að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna brunans.Byggt á umfjöllun Guardian og BBC.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun. 16. júní 2017 11:34 „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Fyrsta fórnarlamb brunans í London nafngreint Mohammed Alhajali, 23 ára sýrlenskur flóttamaður, lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins. 15. júní 2017 14:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun. 16. júní 2017 11:34
„Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00
Fyrsta fórnarlamb brunans í London nafngreint Mohammed Alhajali, 23 ára sýrlenskur flóttamaður, lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins. 15. júní 2017 14:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent