Hjörtur setti of heiðarlegan Kale á grillið: „Ég er ekki að biðja hann um að ljúga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 10:30 Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA, var maður leiksins þegar Skagamenn héldu í fyrsta skipti hreinu á tímabilinu er liðið gerði markalaust jafntefli við KA í fyrradag. KA-menn skoruðu þó mark í leiknum sem var dæmt af vegna brots á Ingvari en um kolrangan dóm var að ræða hjá Þóroddi Hjaltalín, dómara leiksins. Ingvar Þór viðurkenndi mistök dómarans í viðtali eftir leik. „Nei, þetta var ekki brot. Ég var reyndar tveimur mínútum áður búinn að fá olnboga í mig og þá var ekkert dæmt en þetta var ekki brot,“ sagði Ingvar Þór. Hjörtur Hjartarson leysti af í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi og var vægast sagt ósáttur með þennan óþarfa heiðarleika markvarðarins. „Það má eflaust snúa út úr því sem ég ætla að segja núna en í alvörunni, Kale, segðu frekar bara ekkert,“ sagði Hjörtur. „Ég er ekki að biðja hann um að ljúga eða neitt en af hverju er hann að segja þetta? Mörgum finnst fínt að hann viðurkenni þetta og auðvitað er það fínt en hvað gerist næst þegar hann fer upp í bolta og það er farið utan í hann?“ „Maður veit aldrei hvað fer inn í hausinn á dómurunum. Ég er ekki að biðja hann um að ljúga og í Guðanna bænum ekki snúa út úr orðum mínum á Twitter. Ég er bara að segja: Vertu aðeins klókari. Segðu bara að dómarinn dæmdi ekki neitt og þannig er það,“ sagði Hjörtur Hjartarson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - ÍA 0-0 | Loksins héldu Skagamenn hreinu ÍA hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KA fyrir norðan. 14. júní 2017 22:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA, var maður leiksins þegar Skagamenn héldu í fyrsta skipti hreinu á tímabilinu er liðið gerði markalaust jafntefli við KA í fyrradag. KA-menn skoruðu þó mark í leiknum sem var dæmt af vegna brots á Ingvari en um kolrangan dóm var að ræða hjá Þóroddi Hjaltalín, dómara leiksins. Ingvar Þór viðurkenndi mistök dómarans í viðtali eftir leik. „Nei, þetta var ekki brot. Ég var reyndar tveimur mínútum áður búinn að fá olnboga í mig og þá var ekkert dæmt en þetta var ekki brot,“ sagði Ingvar Þór. Hjörtur Hjartarson leysti af í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi og var vægast sagt ósáttur með þennan óþarfa heiðarleika markvarðarins. „Það má eflaust snúa út úr því sem ég ætla að segja núna en í alvörunni, Kale, segðu frekar bara ekkert,“ sagði Hjörtur. „Ég er ekki að biðja hann um að ljúga eða neitt en af hverju er hann að segja þetta? Mörgum finnst fínt að hann viðurkenni þetta og auðvitað er það fínt en hvað gerist næst þegar hann fer upp í bolta og það er farið utan í hann?“ „Maður veit aldrei hvað fer inn í hausinn á dómurunum. Ég er ekki að biðja hann um að ljúga og í Guðanna bænum ekki snúa út úr orðum mínum á Twitter. Ég er bara að segja: Vertu aðeins klókari. Segðu bara að dómarinn dæmdi ekki neitt og þannig er það,“ sagði Hjörtur Hjartarson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - ÍA 0-0 | Loksins héldu Skagamenn hreinu ÍA hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KA fyrir norðan. 14. júní 2017 22:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - ÍA 0-0 | Loksins héldu Skagamenn hreinu ÍA hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KA fyrir norðan. 14. júní 2017 22:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti