Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 07:57 Donald Trump með tengdasyninum Jared Kushner. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31
Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32