Blindur írakskur flóttamaður vinnur sigur vegna örorkubóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 09:30 Tryggingastofnun vildi gera greinarmun á hverjir teldust vera flóttamenn. Vísir/Pjetur Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla. Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00
Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56