Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 10:30 Mörg hundruð manns bjuggu í Grenfell Tower. Vísir/AFP Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira