Trump blokkar hryllingssagnahöfundinn Stephen King á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 10:06 Stephen King (t.v.) þiggur orðu úr hendi Baracks Obama. King er síður hrifinn af eftirmanni Obama í embætti forseta. Vísir/EPA Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira