Körfubolti

Meistararnir ætla ekki að hitta Trump

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Golden State hefur orðið NBA-meistarar tvisvar á undanförnum þremur árum.
Golden State hefur orðið NBA-meistarar tvisvar á undanförnum þremur árum. vísir/getty
Nýkrýndir NBA-meistarar Golden State Warriors hafa tekið einróma ákvörðun um fara ekki í Hvíta húsið og hitti Bandaríkjaforseta eins og venjan er.

Þegar Golden State varð meistari fyrir tveimur árum þáði liðið boð Baracks Obama um að koma í Hvíta húsið. Meistararnir virðast hins vegar ekki jafn hrifnir að Donald Trump.

Fyrr á árinu neituðu nokkrir leikmenn NFL-meistara New England Patriots að fara í Hvíta húsið og hitta Trump.

Golden State tryggði sér annan meistaratitilinn á þremur árum með 129-120 sigri á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt.

Golden State vann einvígið 4-1 en liðið tapaði aðeins einum leik í úrslitakeppninni.

NBA

Tengdar fréttir

Sögulegur meistaratitill hjá Warriors

Golden State Warriors varð NBA-meistari í nótt eftir 129-120 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt. Warriors vann þar með rimmu liðanna 4-1 og tapaði aðeins einum leik í úrslitakeppninni.

Durant: Ég hef ekki sofið í tvo daga

Það voru liðin fimm ár frá því að Kevin Durant komst í úrslit NBA-deildarinnar er hann komst þangað með Golden State í ár. Hann nýtti tækifærið til fullnustu núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×