Erlent

„Umhverfisvænn“ Trump vill fegra múrinn með sólarskjöldum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Margir hafa nú þegar gagnrýnt hugmyndir forsetans og spyrja til hvers eigi að nota orkuna.
Margir hafa nú þegar gagnrýnt hugmyndir forsetans og spyrja til hvers eigi að nota orkuna. Vísir/afp
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur fundið leið til að fjármagna hinn umtalað múr milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Hann ætlar að þekja hann sólarskjöldum sem virkja sólarorku. Forsetinn telur að þetta muni auk þess umbreyta veggnum og gera hann fallegri. Veggurinn á að vera 12-14 metrar. Þetta kemur fram í grein Guardian.

Mörgum kann að koma þessi ákvörðun forsetans á óvart í ljósi þess að sólarorka, sem er endurnýjanleg, telst umhverfisvæn en nýlega komst Trump í fréttirnar fyrir að segja Bandaríkin úr aðild að Parísarsamningnum. Hann hefur jafnan gagnrýnt hugmyndina um loftslagsbreytingar og sagt hana byggja á lygum frá Kínverjum. Sömuleiðis hefur hann látið þau orð falla að endurnýjanleg orka sé ekki góð fyrir hagkerfið.

Margir hafa nú þegar gagnrýnt hugmyndir forsetans og spyrja til hvers eigi að nota orkuna. Sumir segja jafnvel að sólarskildir á veggnum fegri hann ekki; veggurinn sé afleidd hugmynd sem ali á mannhatri. Sólarskildir geri hann ekki vinalegri.

Einnig hefur verið bent á að staðsetning veggsins henti ekki fyrir sólarskildi á öllum stöðum. Það þyrfti að leggja rafkapla langar vegalengdir til að nýta rafmagnið þar sem svo fáir búi við landamærin. Kostnaðurinn yrði því gífurlegur.

Að setja sólarskildi á mannvirki, hvers konar, er ekki nýjung i Bandaríkjunum. Í Boston má meðal annars finna bekki sem bera slíka skildi. Hægt er að nota orkuna í bekkjunum, meðal annars, til að hlaða símana sína. Einnig má finna sólarskildi í bandarískum fangelsum.


Tengdar fréttir

Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn

"Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið.

Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar

Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis.

Trump frestar heimsókn til Bretlands af ótta við mótmæli

Útlit er fyrir að ekkert verði af opinberri heimsókn Donalds Trump til Bretlands. Bandaríkjaforseti er sagður hafa sagt breska forsætisráðherranum að hann vildi ekki koma ef fjöldamótmæli fara fram gegn honum.

Halda ótrauð áfram án Donalds Trump

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu.

Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins

"Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.

Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×