Guðni Th. minnist ananas-mannsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2017 15:41 Guðni vakti heimsathygli fyrir andúð sína á ananas sem álegg á flatbökum. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15