Yfirvöld á Ítalíu hóta að loka fyrir hafnir og stöðva flæði flóttamanna Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 22:40 Þúsundir flóttafólks reyna að komast yfir til Ítalíu, frá Afríku, í hverri viku. Vísir/Getty Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014. Flóttamenn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014.
Flóttamenn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira