Tuttugu ár frá Bitbardaga Tysons og Holyfields Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 16:15 Tyson beit Holyfield í bæði eyrun. vísir/getty Í dag eru nákvæmlega 20 ár frá einum frægasta boxbardaga allra tíma, Bitbardaganum svokallaða. Þann 28. júní 1997 mættust Mike Tyson og Evander Holyfield í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas í bardaga sem var stöðvaður eftir þrjár lotur eftir að Tyson hafi bitið í bæði eyru Holyfields. Þetta var annar bardagi Tysons og Holyfields á innan við ári en sjö mánuðum áður mættust þeir í bardaga sem var auglýstur með slagorðinu „Loksins“. Það var ekki að ástæðulausu því þess hafði verið lengi beðið að Tyson og Holyfield mættust í hringnum. Þeir áttu fyrst að mætast árið 1990 en ekkert varð af þeim bardaga eftir að Tyson tapaði afar óvænt fyrir Buster Douglas í frægum bardaga í Tókíó. Það var fyrsta tap Tysons á ferlinum.Tyson og Holyfield, ásamt Don King, í vigtuninni.vísir/gettyÁri síðar komu meiðsli Tysons í veg fyrir bardaga þeirra og þegar þeir áttu að mætast 1992 var Tyson kominn á bak við lás og slá fyrir nauðgun. Eftir að hafa setið inni í rúm þrjú ár sneri Tyson aftur í hringinn og vann þrjá bardaga áður en að bardaganum langþráða við Holyfield kom. Eftir að hafa tapað fyrir Michael Moorer 1994 lagði Holyfield hanskana á hilluna um tíma. Hann sneri aftur ári seinna en var ekki sami boxari og hann var. Þrátt fyrir misjafna frammistöðu eftir að hafa tekið hanskana af hillunni og Tyson væri talinn mun sigurstranglegri gerði Holyfield sér lítið fyrir og vann bardagann á tæknilegu rothöggi í elleftu lotu. Tyson fékk tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar sjö mánuðum síðar þegar þeir Holyfield öðru sinni.Holyfield sýnir dómaranum Mills Lane blóðugt eyrað.vísir/gettyHolyfield stjórnaði ferðinni gegn illa fyrir kölluðum Tyson sem var eins og tifandi tímasprengja. Í annarri lotu fékk Tyson skurð fyrir ofan hægra augað eftir að höfuð þeirra Holyfields skullu saman. Tyson taldi að um viljaverk væri að ræða en hann hafði kvartað mikið yfir því að Holyfield væri að skalla hann í fyrri bardaganum. Seinna sagði hann svo að það hefði verið ástæðan fyrir því að hann réðst á Holyfield og beit hann. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af lotu þrjú beit Tyson stykki úr hægra eyra Holyfields og spýtti því út úr sér. Mills Lane dómari gerði þá hlé á bardaganum. Eftir nokkra reikistefnu voru tvö stig dregin af Tyson og bardaginn hélt áfram. Skömmu síðar beit Tyson Holyfield öðru sinni og þá í vinstra eyrað. Mills stöðvaði bardagann ekki heldur leyfði lotunni að klárast. Svo ákvað hann að enda bardagann. Tyson var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun og gekk berserksgang í MGM Grand Garden Arena. Mills dæmdi Tyson svo úr leik fyrir bitin tvö.Tyson var gjörsamlega trylltur eftir bardagann.vísir/gettyÞessi fáránlega hegðun Tysons dró dilk á eftir sér; keppnisleyfið hans var innkallað, hann var sektaður um þrjár milljónir Bandaríkjadala og þurfti að sinna samfélagsþjónustu. Hann fékk keppnisleyfið aftur rúmu ári síðar. Þrátt fyrir árásina var Holyfield fljótur að fyrirgefa Tyson. Bitvargurinn bað Holyfield svo formlega afsökunar í spjallþætti Oprah Winfrey í október 2009. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Tyson og Holyfield er vel til vina í dag og hafa þeir sæst heilum sáttum. Þeir léku m.a. í afar skemmtilegri auglýsingu árið 2013 þar sem Tyson skilar Holyfield eyranu sem hann beit í. Box Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 20 ár frá einum frægasta boxbardaga allra tíma, Bitbardaganum svokallaða. Þann 28. júní 1997 mættust Mike Tyson og Evander Holyfield í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas í bardaga sem var stöðvaður eftir þrjár lotur eftir að Tyson hafi bitið í bæði eyru Holyfields. Þetta var annar bardagi Tysons og Holyfields á innan við ári en sjö mánuðum áður mættust þeir í bardaga sem var auglýstur með slagorðinu „Loksins“. Það var ekki að ástæðulausu því þess hafði verið lengi beðið að Tyson og Holyfield mættust í hringnum. Þeir áttu fyrst að mætast árið 1990 en ekkert varð af þeim bardaga eftir að Tyson tapaði afar óvænt fyrir Buster Douglas í frægum bardaga í Tókíó. Það var fyrsta tap Tysons á ferlinum.Tyson og Holyfield, ásamt Don King, í vigtuninni.vísir/gettyÁri síðar komu meiðsli Tysons í veg fyrir bardaga þeirra og þegar þeir áttu að mætast 1992 var Tyson kominn á bak við lás og slá fyrir nauðgun. Eftir að hafa setið inni í rúm þrjú ár sneri Tyson aftur í hringinn og vann þrjá bardaga áður en að bardaganum langþráða við Holyfield kom. Eftir að hafa tapað fyrir Michael Moorer 1994 lagði Holyfield hanskana á hilluna um tíma. Hann sneri aftur ári seinna en var ekki sami boxari og hann var. Þrátt fyrir misjafna frammistöðu eftir að hafa tekið hanskana af hillunni og Tyson væri talinn mun sigurstranglegri gerði Holyfield sér lítið fyrir og vann bardagann á tæknilegu rothöggi í elleftu lotu. Tyson fékk tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar sjö mánuðum síðar þegar þeir Holyfield öðru sinni.Holyfield sýnir dómaranum Mills Lane blóðugt eyrað.vísir/gettyHolyfield stjórnaði ferðinni gegn illa fyrir kölluðum Tyson sem var eins og tifandi tímasprengja. Í annarri lotu fékk Tyson skurð fyrir ofan hægra augað eftir að höfuð þeirra Holyfields skullu saman. Tyson taldi að um viljaverk væri að ræða en hann hafði kvartað mikið yfir því að Holyfield væri að skalla hann í fyrri bardaganum. Seinna sagði hann svo að það hefði verið ástæðan fyrir því að hann réðst á Holyfield og beit hann. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af lotu þrjú beit Tyson stykki úr hægra eyra Holyfields og spýtti því út úr sér. Mills Lane dómari gerði þá hlé á bardaganum. Eftir nokkra reikistefnu voru tvö stig dregin af Tyson og bardaginn hélt áfram. Skömmu síðar beit Tyson Holyfield öðru sinni og þá í vinstra eyrað. Mills stöðvaði bardagann ekki heldur leyfði lotunni að klárast. Svo ákvað hann að enda bardagann. Tyson var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun og gekk berserksgang í MGM Grand Garden Arena. Mills dæmdi Tyson svo úr leik fyrir bitin tvö.Tyson var gjörsamlega trylltur eftir bardagann.vísir/gettyÞessi fáránlega hegðun Tysons dró dilk á eftir sér; keppnisleyfið hans var innkallað, hann var sektaður um þrjár milljónir Bandaríkjadala og þurfti að sinna samfélagsþjónustu. Hann fékk keppnisleyfið aftur rúmu ári síðar. Þrátt fyrir árásina var Holyfield fljótur að fyrirgefa Tyson. Bitvargurinn bað Holyfield svo formlega afsökunar í spjallþætti Oprah Winfrey í október 2009. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Tyson og Holyfield er vel til vina í dag og hafa þeir sæst heilum sáttum. Þeir léku m.a. í afar skemmtilegri auglýsingu árið 2013 þar sem Tyson skilar Holyfield eyranu sem hann beit í.
Box Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira