Logi er fullkominn fyrir þetta Víkingslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 06:00 Logi hefur hleypt nýju blóði í lið Víkinga. vísir/stefán Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira