Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | Cloé Lacasse sá um KR-inga Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júní 2017 20:30 KR steinlá fyrir Val í síðustu umferð en stóð sig betur í kvöld. vísir/ernir ÍBV fer upp í annað sæti Pepsi deildar kvenna eftir 2-0 sigur á KR í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Breiðablik og Stjarnan hafa þó ekki lokið sínum leikjum og geta endurheimt sæti sín fyrir ofan Eyjakonur fari úrslit þeim í hag í kvöld. Heimakonur í KR byrjuðu leikinn ágætlega og sóttu af krafti fyrstu mínúturnar. Gestirnir frá Vestmannaeyjum náðu þó að vinna sig inn í leikinn og þegar líða fór á hálfleikinn var komin upp einstefna að marki KR-inga. ÍBV komst yfir á 25. mínútu með marki frá Cloé Lacasse. Markið lá í loftinu og var forysta gestanna verðskulduð í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá síðari, KR komu ferskari út úr klefanum, en ÍBV náði aftur undirtökunum snemma í seinni hálfleik. KR-ingar gáfust þó aldrei upp og áttu þær góð færi inn á milli, en náðu ekki að nýta sér þau. Undir lok leiksins voru heimakonur farnar að taka meiri áhættu í sóknarleiknum og þá opnaðist vörn þeirra og Cloé Lacasse bætti við öðru marki sínu á 89. mínútu leiksins. Cloé er nú komin með níu mörk í deildinni í sumar, markahæst eins og stendur. Af hverju vann ÍBV? Þær nýttu færin sín. Eyjakonur voru mun sterkari aðilinn megin hluta af leiknum og voru sífellt ógnandi að marki KR. Þó að þær svarthvítu hafi sótt meira undir lok leiksins, þá náðu þær aldrei að koma sér í nein dauðafæri og virtist ÍBV ráða vel við allar aðgerðir KR-inga.Hverjar stóðu upp úr?Cloé Lacasse átti mjög góðan leik í liði ÍBV í kvöld. Hún skoraði bæði mörkin og var sífellt ógnandi, keyrði á varnarmenn KR og kom sér í færi eða bjó eitthvað til handa félögum sínum. Kristín Erna Sigurlásdóttir var einnig dugleg í sóknarleiknum og Sóley Guðmundsdóttir átti fínan leik fyrir Eyjakonur. Hjá KR var Ólína Viðarsdóttir frábær í kvöld. Hún stóð sig mjög vel í vörninni, steig varla feilspor, og var einnig mjög dugleg fram á við. Ásdís Karen Halldórsdóttir stóð sig einnig vel sem og Hólmfríður Magnúsdóttir, en það var sjáanlegt á leik Hólmfríðar í kvöld að hún var að passa sig að hljóta ekki nein meiðsli rétt fyrir EM.Hvað gekk illa?KR-ingar náðu ekki að nýta sér færin sín. Þær áttu margar ágætar syrpur sem hefðu getað skapað meiri hættu, en augnablikin sem skiptu máli voru ekki að detta fyrir þeim. Fyrstu snertingar voru að bregðast, sendingar sem náðu ekki alveg að finna réttan mann og þar fram eftir götunum. Með aðeins meiri lukku eða betri ákvarðanatöku hefði KR auðveldlega getað fengið eitthvað út úr þessum leik.Hvað gerist næst? 11. umferð Pepsi-deildarinnar fer fram núna næsta sunnudag, síðasta umferðin fyrir hlé vegna Evrópumótsins. Bæði lið eiga heimaleiki í næstu umferð, KR tekur á móti Stjörnunni og fær ÍBV Val í heimsókn. Alexandre Massot: Ósáttur að fá ekki meira út úr þessum leik Þjálfari KR-inga, Edda Garðarsdóttir, fékk rautt spjald í síðasta leik og var því fráverandi í dag. Aðstoðarþjálfarinn, Alexandre Massot, stýrði liðinu því í fjarveru hennar. Hann var ekki ánægður eftir leikinn í kvöld, en fannst sitt lið þó hafa staðið sig ágætlega. „Við spiluðum vel í kvöld og vorum klárlega að bæta okkur frá því í síðasta leik. Leikplanið gekk ekki alveg nógu vel upp hjá okkur, en spilamennskan var ágæt. KR-samfélagið má vera stolt af sínu liði í kvöld,“ sagði Alexandre. Liðið er aðeins með sex stig eftir tíu umferðir, og er óneitanlega í fallbaráttu í deildinni. Alexandre segist þó ekki hugsa um það. „Við einbeitum okkur bara að næsta leik. Ég, stelpurnar, og allir í liðinu, erum bara með áhyggjur af næsta leik. Við erum ekkert að hugsa um það hvað gerist þegar deildin er búin.“Ian Jeffs, þjálfari ÍBVVísir/ErnirIan Jeffs: Gott að það er að koma pása Hljóðið var annað í þjálfara ÍBV, Ian Jeffs, eftir leikinn. Liðið spilaði mjög vel og þar sem Þór/KA tapaði sínum fyrstu stigum í kvöld söxuðu Eyjakonur á forskot þeirra. „Við erum í henni,“ sagði Ian aðspurður hvort liðið ætti möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna. „Það eru nokkur lið sem eru þónokkrum stigum á eftir Þór/KA en við eigum alltaf möguleika,“ bætti hann við. Eftir erfitt leikjaprógramm er Ian ánægður með að það sé að fara að koma hlé í deildinni. „Við spilum við Val á sunnudaginn og verðum tilbúnar í það, en svo fá leikmenn fimm, sex vikur í pásu sem er gott, þá geta þær hvílt sig.“Þórunn Helga: Þurfum að nýta færin betur Fyrirliði KR, Þórunn Helga Jónsdóttir, var ánægð með sitt lið í kvöld og sagði Cloé Lacasse hafa ráðið úrslitum. Það hafi verið erfitt að eiga við hana og hún nýtti færin sín vel í dag. “Við erum búnar að spila við þessi topplið; ÍBV, Val, Þór/KA og Stjörnuna og alls ekki verið slakari aðilinn í leiknum. Við erum bara ekki að nýta færin okkar nógu vel, og ef við skorum ekki mörk þá náum við ekki að vinna leiki,” sagði Þórunn Helga. Pepsi Max-deild kvenna
ÍBV fer upp í annað sæti Pepsi deildar kvenna eftir 2-0 sigur á KR í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Breiðablik og Stjarnan hafa þó ekki lokið sínum leikjum og geta endurheimt sæti sín fyrir ofan Eyjakonur fari úrslit þeim í hag í kvöld. Heimakonur í KR byrjuðu leikinn ágætlega og sóttu af krafti fyrstu mínúturnar. Gestirnir frá Vestmannaeyjum náðu þó að vinna sig inn í leikinn og þegar líða fór á hálfleikinn var komin upp einstefna að marki KR-inga. ÍBV komst yfir á 25. mínútu með marki frá Cloé Lacasse. Markið lá í loftinu og var forysta gestanna verðskulduð í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá síðari, KR komu ferskari út úr klefanum, en ÍBV náði aftur undirtökunum snemma í seinni hálfleik. KR-ingar gáfust þó aldrei upp og áttu þær góð færi inn á milli, en náðu ekki að nýta sér þau. Undir lok leiksins voru heimakonur farnar að taka meiri áhættu í sóknarleiknum og þá opnaðist vörn þeirra og Cloé Lacasse bætti við öðru marki sínu á 89. mínútu leiksins. Cloé er nú komin með níu mörk í deildinni í sumar, markahæst eins og stendur. Af hverju vann ÍBV? Þær nýttu færin sín. Eyjakonur voru mun sterkari aðilinn megin hluta af leiknum og voru sífellt ógnandi að marki KR. Þó að þær svarthvítu hafi sótt meira undir lok leiksins, þá náðu þær aldrei að koma sér í nein dauðafæri og virtist ÍBV ráða vel við allar aðgerðir KR-inga.Hverjar stóðu upp úr?Cloé Lacasse átti mjög góðan leik í liði ÍBV í kvöld. Hún skoraði bæði mörkin og var sífellt ógnandi, keyrði á varnarmenn KR og kom sér í færi eða bjó eitthvað til handa félögum sínum. Kristín Erna Sigurlásdóttir var einnig dugleg í sóknarleiknum og Sóley Guðmundsdóttir átti fínan leik fyrir Eyjakonur. Hjá KR var Ólína Viðarsdóttir frábær í kvöld. Hún stóð sig mjög vel í vörninni, steig varla feilspor, og var einnig mjög dugleg fram á við. Ásdís Karen Halldórsdóttir stóð sig einnig vel sem og Hólmfríður Magnúsdóttir, en það var sjáanlegt á leik Hólmfríðar í kvöld að hún var að passa sig að hljóta ekki nein meiðsli rétt fyrir EM.Hvað gekk illa?KR-ingar náðu ekki að nýta sér færin sín. Þær áttu margar ágætar syrpur sem hefðu getað skapað meiri hættu, en augnablikin sem skiptu máli voru ekki að detta fyrir þeim. Fyrstu snertingar voru að bregðast, sendingar sem náðu ekki alveg að finna réttan mann og þar fram eftir götunum. Með aðeins meiri lukku eða betri ákvarðanatöku hefði KR auðveldlega getað fengið eitthvað út úr þessum leik.Hvað gerist næst? 11. umferð Pepsi-deildarinnar fer fram núna næsta sunnudag, síðasta umferðin fyrir hlé vegna Evrópumótsins. Bæði lið eiga heimaleiki í næstu umferð, KR tekur á móti Stjörnunni og fær ÍBV Val í heimsókn. Alexandre Massot: Ósáttur að fá ekki meira út úr þessum leik Þjálfari KR-inga, Edda Garðarsdóttir, fékk rautt spjald í síðasta leik og var því fráverandi í dag. Aðstoðarþjálfarinn, Alexandre Massot, stýrði liðinu því í fjarveru hennar. Hann var ekki ánægður eftir leikinn í kvöld, en fannst sitt lið þó hafa staðið sig ágætlega. „Við spiluðum vel í kvöld og vorum klárlega að bæta okkur frá því í síðasta leik. Leikplanið gekk ekki alveg nógu vel upp hjá okkur, en spilamennskan var ágæt. KR-samfélagið má vera stolt af sínu liði í kvöld,“ sagði Alexandre. Liðið er aðeins með sex stig eftir tíu umferðir, og er óneitanlega í fallbaráttu í deildinni. Alexandre segist þó ekki hugsa um það. „Við einbeitum okkur bara að næsta leik. Ég, stelpurnar, og allir í liðinu, erum bara með áhyggjur af næsta leik. Við erum ekkert að hugsa um það hvað gerist þegar deildin er búin.“Ian Jeffs, þjálfari ÍBVVísir/ErnirIan Jeffs: Gott að það er að koma pása Hljóðið var annað í þjálfara ÍBV, Ian Jeffs, eftir leikinn. Liðið spilaði mjög vel og þar sem Þór/KA tapaði sínum fyrstu stigum í kvöld söxuðu Eyjakonur á forskot þeirra. „Við erum í henni,“ sagði Ian aðspurður hvort liðið ætti möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna. „Það eru nokkur lið sem eru þónokkrum stigum á eftir Þór/KA en við eigum alltaf möguleika,“ bætti hann við. Eftir erfitt leikjaprógramm er Ian ánægður með að það sé að fara að koma hlé í deildinni. „Við spilum við Val á sunnudaginn og verðum tilbúnar í það, en svo fá leikmenn fimm, sex vikur í pásu sem er gott, þá geta þær hvílt sig.“Þórunn Helga: Þurfum að nýta færin betur Fyrirliði KR, Þórunn Helga Jónsdóttir, var ánægð með sitt lið í kvöld og sagði Cloé Lacasse hafa ráðið úrslitum. Það hafi verið erfitt að eiga við hana og hún nýtti færin sín vel í dag. “Við erum búnar að spila við þessi topplið; ÍBV, Val, Þór/KA og Stjörnuna og alls ekki verið slakari aðilinn í leiknum. Við erum bara ekki að nýta færin okkar nógu vel, og ef við skorum ekki mörk þá náum við ekki að vinna leiki,” sagði Þórunn Helga.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti