Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:44 Frá mótmælafundi á ársafmæli kosningar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin.
Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00
Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49
Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03