Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:44 Frá mótmælafundi á ársafmæli kosningar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin.
Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00
Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49
Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03