Uppbótartíminn: Draugamark í Eyjum og Víkingar á flugi | Myndbönd 27. júní 2017 11:00 Víkingar fagna. vísir/andri marinó Níundu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með tveimur leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Topplið Vals náði aðeins jafntefli gegn Fjölni í Grafarvoginum. Grindvíkingar sóttu stig í Kópavoginn og Stjörnunni mistókst að vinna ÍA þrátt fyrir að komast tvisvar sinnum yfir. KR vann langþráðan sigur á KA og Reykjavíkur-Víkingar halda áfram að gera gott mót undir stjórn Loga Ólafssonar. Þá vann FH 0-1 útisigur á ÍBV með afar umdeildu marki.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Fjölnir 1-1 ValurStjarnan 2-2 ÍAKA 2-3 KRÍBV 0-1 FHVíkingur R. 2-0 Víkingur Ó.Breiðablik 0-0 GrindavíkArnór Sveinn var með stoðsendingaþrennu í sigri KR.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Loga Ólafsson Síðan Logi tók við Víkingum hefur liðið náð í 11 stig úr fimm deildarleikjum auk þess að komast í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. Víkingar voru ekki upp á sitt besta gegn nöfnum sínum úr Ólafsvík í gær en náðu samt að knýja fram sigur. Með honum komust Víkingar upp í 5. sæti deildarinnar og jöfnuðu Stjörnuna og FH að stigum. Logi virðist njóta þess í botn að vera mættur aftur á hliðarlínuna og það smitar út frá sér. Það stefnir allt í gott sumar í Víkinni.... Arnór Svein Aðalsteinsson Bakvörðurinn úr Kópavoginum gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk KR í sigrinum á KA fyrir norðan. Arnór Sveinn fékk nóg pláss þegar hann brokkaði fram völlinn og fyrirgjafir hans skiluðu þremur mörkum. Þetta var önnur stoðsendingaþrennan í sumar en Stjörnumaðurinn Jósef Kristinn Jósefsson hafði einnig lagt upp þrjú mörk í einum og sama leiknum. Sigurinn fyrir norðan var lífsnauðsynlegur fyrir KR-inga sem höfðu ekki unnið deildarleik síðan 14. maí.... Skagamenn ÍA lenti tvisvar undir í Garðabænum en náði samt í stig. Skagamenn voru í miklum vandræðum í upphafi leiks en eftir að Gunnlaugur Jónsson breytti um leikkerfi jafnaðist leikurinn. Skagamenn sýndu svo enn og aftur að þeir eiga ekki í neinum vandræðum með að skora. ÍA hefur skorað 18 mörk í Pepsi-deildinni, næstflest allra liða. Markaskorið dreifist líka vel en enginn leikmaður ÍA hefur skorað meira en fjögur mörk. Eftir afar brösuga byrjun á tímabilinu hafa Skagamenn risið upp á afturlappirnar og aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum.Blikum tókst ekki að skora gegn Grindavík.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... framherja Vals Valsmenn sýndu ekki sínar bestu hliðar gegn Fjölni á laugardaginn. Að því sögðu sköpuðu þeir sér nógu mörg færi til að vinna leikinn en framherjum liðsins voru mislagðir fætur upp við mark Fjölnismanna. Sigurður Egill Lárusson skoraði mark Vals úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur og er kominn með fimm mörk í sumar. En öðrum framherjum Vals virðist fyrirmunað að skora. Kristinn Ingi Halldórsson og Dion Acoff hafa t.a.m. aðeins skorað samtals eitt mark í Pepsi-deildinni. En Valsmenn eiga eitt stykki Patrick Pedersen á lager og þegar hann verður orðinn löglegur ætti mörkum Vals að fjölga.... Milos Milojevic Breiðablik vann fyrstu tvo leikina undir stjórn Milos en í síðustu þremur leikjum er uppskeran aðeins tvö stig. Blikar spiluðu ágætlega gegn Grindvíkingum í gær en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna. Hrvoje Tokic var kaldur í gær og Martin Lund Pedersen á enn eftir að skora í græna búningnum. Blikar geta hins vegar glaðst yfir því að hafa haldið hreinu í fyrsta sinn í sumar. Þrátt fyrir rýra uppskeru að undanförnu er ekkert svartnætti skollið á í Kópavoginum því Blikar eru aðeins þremur stigum frá 3. sætinu.... Stjörnumenn Eitt stig er uppskeran úr síðustu fjórum deildarleikjum Stjörnunnar. Garðbæingar byrjuðu tímabilið vel en hafa síðan gefið hressilega eftir, á svipuðum tímapunkti og undanfarin tvö ár. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir FH með fjóra lykilmenn frá vegna meiðsla en aðeins eitt stig úr þremur leikjum gegn Víkingsliðunum og ÍA er ekki ásættanlegt fyrir Garðabæjarliðið. Lykilmenn Stjörnunnar eru þó að tínast aftur inn eftir meiðsli og svo er spurning hvort Evrópukeppnin hjálpaði liðinu að komast aftur á beinu brautina.Hinn afar líflegi Kwame Quee með boltann í Víkingsslagnum.vísir/andri marinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli: „Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Víkings R., stýrir upphitun sinna manna af mikilli festu. Hoppar og skoppar um.“Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli: „Grindvíkingar eflaust dauðslifandi fegnir að sleppa inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0. Þetta hefur verið heldur dapurt hjá gestunum framan af og hafa Blikar stýrt leiknum allan tímann. Andri Rúnar hefur lítið komist í takt en í tvö skipti hefur hann verið nálægt því að ógna markinu.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR - 9 Þórður Ingason, Fjölni - 9 Hrannar Björn Steingrímsson, KA - 3 Kristinn Ingi Halldórsson, Val - 3Umræðan á #pepsi365KA búnir að standa sig vel í Pepsi. Afhverju mæta bara 70 Akureyringar á leikinn? Skammarlegt. #pepsi365— Teitur Örlygsson (@teitur11) June 24, 2017 Þetta er nú öll atvinnumennskan hjá KA. @AronPetursson mættur í vinnu 40 mínútum eftir leik #fotboltinet #pepsi365 pic.twitter.com/aEZ16ZhifL— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) June 24, 2017 Líklega réttur dómur @fhingar @eyjamenn #fotboltinet #pepsi365 pic.twitter.com/XoztYWFISd— Kristinn S Trausta (@Kidditr) June 25, 2017 Ætli það sé ekki einsdæmi að þjàlfari í efstu deild ferðist með stuðningsmönnum á útileik#pepsi365 #pepsideildin pic.twitter.com/xxOwfIT5UO— Dagur Ingi Hammer (@dagurhammer) June 26, 2017 Alex Freyr er svakalegur, hornafjörður hefur reynst vikingum vel #pepsi365 #vikes— Pétur Mikael (@pesimikk) June 26, 2017 Jajalo is pure class #grindavík #pepsi365— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 26, 2017 Næst þegar Valur spilar í Pepsi deildinni, þá geta FH-ingar verið komnir á toppinn. #pepsi365— Elías Már Guðnason (@eliasgud) June 26, 2017 Stinni þarf engan helvítis Trabant, hann hleypur hraðar en hann! #pepsi365— Andri Júlíusson (@andrijull) June 26, 2017 Hugmynd að drykkjuleik: Sopi þegar Höddi Magg segir fullt nafn í Pepsi mörkunum#pepsi365— Lovísa (@LovisaFals) June 26, 2017 AugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
Níundu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með tveimur leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Topplið Vals náði aðeins jafntefli gegn Fjölni í Grafarvoginum. Grindvíkingar sóttu stig í Kópavoginn og Stjörnunni mistókst að vinna ÍA þrátt fyrir að komast tvisvar sinnum yfir. KR vann langþráðan sigur á KA og Reykjavíkur-Víkingar halda áfram að gera gott mót undir stjórn Loga Ólafssonar. Þá vann FH 0-1 útisigur á ÍBV með afar umdeildu marki.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Fjölnir 1-1 ValurStjarnan 2-2 ÍAKA 2-3 KRÍBV 0-1 FHVíkingur R. 2-0 Víkingur Ó.Breiðablik 0-0 GrindavíkArnór Sveinn var með stoðsendingaþrennu í sigri KR.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Loga Ólafsson Síðan Logi tók við Víkingum hefur liðið náð í 11 stig úr fimm deildarleikjum auk þess að komast í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. Víkingar voru ekki upp á sitt besta gegn nöfnum sínum úr Ólafsvík í gær en náðu samt að knýja fram sigur. Með honum komust Víkingar upp í 5. sæti deildarinnar og jöfnuðu Stjörnuna og FH að stigum. Logi virðist njóta þess í botn að vera mættur aftur á hliðarlínuna og það smitar út frá sér. Það stefnir allt í gott sumar í Víkinni.... Arnór Svein Aðalsteinsson Bakvörðurinn úr Kópavoginum gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk KR í sigrinum á KA fyrir norðan. Arnór Sveinn fékk nóg pláss þegar hann brokkaði fram völlinn og fyrirgjafir hans skiluðu þremur mörkum. Þetta var önnur stoðsendingaþrennan í sumar en Stjörnumaðurinn Jósef Kristinn Jósefsson hafði einnig lagt upp þrjú mörk í einum og sama leiknum. Sigurinn fyrir norðan var lífsnauðsynlegur fyrir KR-inga sem höfðu ekki unnið deildarleik síðan 14. maí.... Skagamenn ÍA lenti tvisvar undir í Garðabænum en náði samt í stig. Skagamenn voru í miklum vandræðum í upphafi leiks en eftir að Gunnlaugur Jónsson breytti um leikkerfi jafnaðist leikurinn. Skagamenn sýndu svo enn og aftur að þeir eiga ekki í neinum vandræðum með að skora. ÍA hefur skorað 18 mörk í Pepsi-deildinni, næstflest allra liða. Markaskorið dreifist líka vel en enginn leikmaður ÍA hefur skorað meira en fjögur mörk. Eftir afar brösuga byrjun á tímabilinu hafa Skagamenn risið upp á afturlappirnar og aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum.Blikum tókst ekki að skora gegn Grindavík.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... framherja Vals Valsmenn sýndu ekki sínar bestu hliðar gegn Fjölni á laugardaginn. Að því sögðu sköpuðu þeir sér nógu mörg færi til að vinna leikinn en framherjum liðsins voru mislagðir fætur upp við mark Fjölnismanna. Sigurður Egill Lárusson skoraði mark Vals úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur og er kominn með fimm mörk í sumar. En öðrum framherjum Vals virðist fyrirmunað að skora. Kristinn Ingi Halldórsson og Dion Acoff hafa t.a.m. aðeins skorað samtals eitt mark í Pepsi-deildinni. En Valsmenn eiga eitt stykki Patrick Pedersen á lager og þegar hann verður orðinn löglegur ætti mörkum Vals að fjölga.... Milos Milojevic Breiðablik vann fyrstu tvo leikina undir stjórn Milos en í síðustu þremur leikjum er uppskeran aðeins tvö stig. Blikar spiluðu ágætlega gegn Grindvíkingum í gær en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna. Hrvoje Tokic var kaldur í gær og Martin Lund Pedersen á enn eftir að skora í græna búningnum. Blikar geta hins vegar glaðst yfir því að hafa haldið hreinu í fyrsta sinn í sumar. Þrátt fyrir rýra uppskeru að undanförnu er ekkert svartnætti skollið á í Kópavoginum því Blikar eru aðeins þremur stigum frá 3. sætinu.... Stjörnumenn Eitt stig er uppskeran úr síðustu fjórum deildarleikjum Stjörnunnar. Garðbæingar byrjuðu tímabilið vel en hafa síðan gefið hressilega eftir, á svipuðum tímapunkti og undanfarin tvö ár. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir FH með fjóra lykilmenn frá vegna meiðsla en aðeins eitt stig úr þremur leikjum gegn Víkingsliðunum og ÍA er ekki ásættanlegt fyrir Garðabæjarliðið. Lykilmenn Stjörnunnar eru þó að tínast aftur inn eftir meiðsli og svo er spurning hvort Evrópukeppnin hjálpaði liðinu að komast aftur á beinu brautina.Hinn afar líflegi Kwame Quee með boltann í Víkingsslagnum.vísir/andri marinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli: „Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Víkings R., stýrir upphitun sinna manna af mikilli festu. Hoppar og skoppar um.“Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli: „Grindvíkingar eflaust dauðslifandi fegnir að sleppa inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0. Þetta hefur verið heldur dapurt hjá gestunum framan af og hafa Blikar stýrt leiknum allan tímann. Andri Rúnar hefur lítið komist í takt en í tvö skipti hefur hann verið nálægt því að ógna markinu.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR - 9 Þórður Ingason, Fjölni - 9 Hrannar Björn Steingrímsson, KA - 3 Kristinn Ingi Halldórsson, Val - 3Umræðan á #pepsi365KA búnir að standa sig vel í Pepsi. Afhverju mæta bara 70 Akureyringar á leikinn? Skammarlegt. #pepsi365— Teitur Örlygsson (@teitur11) June 24, 2017 Þetta er nú öll atvinnumennskan hjá KA. @AronPetursson mættur í vinnu 40 mínútum eftir leik #fotboltinet #pepsi365 pic.twitter.com/aEZ16ZhifL— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) June 24, 2017 Líklega réttur dómur @fhingar @eyjamenn #fotboltinet #pepsi365 pic.twitter.com/XoztYWFISd— Kristinn S Trausta (@Kidditr) June 25, 2017 Ætli það sé ekki einsdæmi að þjàlfari í efstu deild ferðist með stuðningsmönnum á útileik#pepsi365 #pepsideildin pic.twitter.com/xxOwfIT5UO— Dagur Ingi Hammer (@dagurhammer) June 26, 2017 Alex Freyr er svakalegur, hornafjörður hefur reynst vikingum vel #pepsi365 #vikes— Pétur Mikael (@pesimikk) June 26, 2017 Jajalo is pure class #grindavík #pepsi365— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 26, 2017 Næst þegar Valur spilar í Pepsi deildinni, þá geta FH-ingar verið komnir á toppinn. #pepsi365— Elías Már Guðnason (@eliasgud) June 26, 2017 Stinni þarf engan helvítis Trabant, hann hleypur hraðar en hann! #pepsi365— Andri Júlíusson (@andrijull) June 26, 2017 Hugmynd að drykkjuleik: Sopi þegar Höddi Magg segir fullt nafn í Pepsi mörkunum#pepsi365— Lovísa (@LovisaFals) June 26, 2017 AugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira