Sport

Tyson Fury: Conor rotar Mayweather á fyrstu 35 sekúndunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Boxarinn sérlundaði Tyson Fury segir að Conor McGregor muni rota Floyd Mayweather innan 35 sekúndna í bardaga þeirra 26. ágúst næstkomandi.

Flestir boxarar sem hafa tjáð sig um bardagann hafa litla trú á Conor gegn Mayweather sem vann alla 49 bardaga sína á ferlinum.

Fury er ekki á sama máli og spáir því að Conor komi á óvart og klári Mayweather með rothöggi.

„Ég held að Conor muni rota hann innan 35 sekúndna eins og hann gerði við José Aldo,“ sagði Fury og vísaði til sigurs Conors á Aldo í UFC 194.

„Ég tel að Conor klári hann í einni lotu. Það yrði gott fyrir boxið ef Conor rotaði hann.“

Fury er meira en klár í að taka þátt í svipuðum viðburði og skoraði á glímukappann Hulk Hogan sem er 63 ára.

„Við munum fá bardaga - ég og gamli Hulk. Ég klár í slaginn og við fáum risabardaga,“ sagði Fury sem hefur ekki keppt síðan í lok nóvember 2015 þegar hann vann óvæntan sigur á Wladimir Klitschko.

MMA

Tengdar fréttir

Buffer-bræðurnir munu líklega kynna peningabardagann

Bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor verður örugglega mikil skrautsýning en hann er líka einstakt tækifæri fyrir Buffer-bræðurna sem eru þekktustu íþróttakynnar heims enda miklir gullbarkar báðir.

Fékk milljón fyrir fyrsta bardagann

Conor McGregor er í 24. sæti yfir launahæstu íþróttamenn heims á síðasta ári og hann mun rjúka upp þann lista á næsta ári. Hann mun nefnilega fá á milli sjö til tíu milljarða króna fyrir bardaga sinn við Floyd Mayweather. Meira en hann mun fá fyrir feril sinn hjá UFC.

Írinn kjaftfori sem sigraði heiminn

Írinn Conor McGregor verður orðinn milljarðamæringur í lok sumars. Fyrir rúmum fjórum árum var hann á atvinnuleysisbótum. Haraldur Dean Nelson var fyrsti umboðsmaður Conors og hjálpaði honum mikið. Írinn fékk að búa í kjallaranum hjá Haraldi.

Dana White: Conor er 100% viss um að vinna

Dana White, forseti UFC, segir að Conor McGregor sé handviss um að hann muni sigra Floyd Mayweather þegar þeir mætast í hringnum þann 26. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×