Golf

Ólafía Þórunn fær boð á risamót

Elías Orri Njarðarson skrifar
Ólafía Þórunn er að standa sig frábærlega
Ólafía Þórunn er að standa sig frábærlega visir/getty
Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur fengið boð um að taka þátt á KPMG Women's PGA Championship mótinu.

Þetta er rosalegt afrek fyrir Ólafíu, þar sem að þetta mót er eitt af fimm risamótum í kvennagolfinu.

Ólafía Þórunn verður því fyrsti íslenski kylfingurinn í sögunni sem mun spila á stórmóti en það hefur enginn annar íslenskur kylfingur gert.

Mótið fer fram dagana 29. júní til 2. júlí og er haldið í Chicago í Bandaríkjunum. Allir bestu kylfingar heims munu taka þátt á mótinu sem er gífurlega sterkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×