Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Nordicphotos/AFP Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira
Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira