Kærir tvo lögreglumenn vegna framgöngu þeirra við handtöku sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 10:00 Verjandi mannsins segir að lögreglumennirnir hafi beitt of miklu valdi við handtökuna. vísir/eyþór Karlmaður á fertugsaldri, sem var í fyrradag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraun til líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni, hefur kært tvo lögreglumenn vegna framgöngu þeirra við handtöku hans. Atvik málsins voru þau að í ágúst í fyrra var lögregla kölluð til vegna hótana mannsins um sjálfskaða. Tveir lögreglumenn mættu á staðinn með kylfur, skildi og piparúða. Þegar þeir komu inn í íbúðina tók maðurinn á móti þeim í annarlegu ástandi og réðst gegn þeim vopnaður hnífi með 15 sentimetra löngu blaði. Lögreglumaðurinn, sem fór á undan inn í íbúðina, sagði fyrir dómi að hann hefði varist honum með skildi sínum, kylfu og að lokum sprautað piparúða á manninn. Hinn handtekni var mjög æstur og þurftu lögreglumennirnir að liggja ofan á honum þar til sjúkraflutningamenn bar að garði. Þeir sprautuðu manninn niður. Hinn sakfelldi hlaut dóm fyrir háttalag sitt en hann neitaði sök. Hann mundi þó lítið eftir atvikum vegna ölvunar og lyfjaneyslu. Var hann að lokum dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraunina og fyrir að hafa hrækt á lögreglumennina. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að í upphafi árs hafi verið lögð fram kæra til embættis héraðssaksóknara þar sem lögreglumennirnir tveir hafi beitt of miklu valdi við handtökuna. Málið sé nú í rannsókn hjá embættinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri, sem var í fyrradag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraun til líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni, hefur kært tvo lögreglumenn vegna framgöngu þeirra við handtöku hans. Atvik málsins voru þau að í ágúst í fyrra var lögregla kölluð til vegna hótana mannsins um sjálfskaða. Tveir lögreglumenn mættu á staðinn með kylfur, skildi og piparúða. Þegar þeir komu inn í íbúðina tók maðurinn á móti þeim í annarlegu ástandi og réðst gegn þeim vopnaður hnífi með 15 sentimetra löngu blaði. Lögreglumaðurinn, sem fór á undan inn í íbúðina, sagði fyrir dómi að hann hefði varist honum með skildi sínum, kylfu og að lokum sprautað piparúða á manninn. Hinn handtekni var mjög æstur og þurftu lögreglumennirnir að liggja ofan á honum þar til sjúkraflutningamenn bar að garði. Þeir sprautuðu manninn niður. Hinn sakfelldi hlaut dóm fyrir háttalag sitt en hann neitaði sök. Hann mundi þó lítið eftir atvikum vegna ölvunar og lyfjaneyslu. Var hann að lokum dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraunina og fyrir að hafa hrækt á lögreglumennina. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að í upphafi árs hafi verið lögð fram kæra til embættis héraðssaksóknara þar sem lögreglumennirnir tveir hafi beitt of miklu valdi við handtökuna. Málið sé nú í rannsókn hjá embættinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira