Upprætum ofbeldi gegn börnum Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. júní 2017 07:00 Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun