Hryðjuverkaárás við Finsbury Park: Nágrannar lýsa Osborne sem „árásargjörnum“ og „undarlegum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 08:41 Darren Osborne er grunaður um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags. mynd/facebook Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46