Háttsettir repúblikanar gagnrýna tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2017 07:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira