Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2017 08:23 Vísir/Getty Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30
Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15