Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni kastaði spjóti lengst allra kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Selfossi.
Ásdís kastaði spjótinu lengst 56,75 metra í dag og tryggði sér með því gullverðlaun og Íslandsmeistaratitilinn.
Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki varð í öðru sæti með kast upp á 42,66 metra og María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH varð í því þriðja með 41,80 metra kast.
Ásdís var talsvert frá Íslandsmeti sínu í dag, en hún kastaði 56,44 metra, 55,90 metra, 54,47 metra og 56,75 metra og gerði tvisvar ógilt. Íslandsmetið er 62,77 metrar og kastaði Ásdís því í forkeppninni á Ólympíuleikunum í London 2012.
