Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2017 23:15 Hinn fertugi Yoel Romero. Vísir/Getty UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti