Snorri Steinn: Þarf að rekast á þær hindranir sem fylgja því að vera góður þjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2017 06:00 Snorri Steinn er kominn aftur til Vals eftir 14 ára fjarveru. Fréttablaðið/Eyþór Einn af bestu sonum Vals, Snorri Steinn Guðjónsson, var kynntur sem spilandi þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins eftir 14 farsæl ár í atvinnumennsku erlendis. Snorri Steinn mun stýra Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar sem þjálfari karlaliðsins en verður eins konar handboltastjóri Vals. Valsmenn eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og stefna hátt á næsta tímabili. Auk Snorra Steins hefur Valur samið við Árna Þór Sigtryggsson og Magnús Óla Magnússon, sem koma báðir heim úr atvinnumennsku, og Einar Baldvin Baldvinsson, markvörð unglingalandsliðsins. Snorri Steinn hefur undanfarin þrjú ár leikið við góðan orðstír í Frakklandi, fyrst með Sélestat og undanfarin tvö ár með Nimes. Snorri Steinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Nimes en komst að samkomulagi um starfslok við félagið. „Ég gerði fínan starfslokasamning sem var lykilatriði fyrir mig persónulega. Í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær.Snorri Steinn á blaðamannafundinum í gær.vísir/eyþórRæður hvað hann spilar mikið Hann segist hafa ætlað að klára þetta eina ár sem hann átti eftir af samningi sínum við Nimes en ekki hafi staðið til að vera lengur úti. „Eitt ár í viðbót hefði ekki gert neitt auka fyrir mig. Ég er mjög sáttur við þetta. Ég átti þrjú mjög góð ár í Frakklandi, spilaði vel og er í frábæru formi. Hjartað var farið að leita heim hjá mér og fjölskyldunni,“ sagði Snorri Steinn. Það er ekki hægt að segja að Snorri Steinn komi haltrandi heim. Hann spilaði vel í Frakklandi og var níundi markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Á því þarsíðasta var hann fimmti markahæstur. En er Snorri Steinn nokkuð að koma heim til að fúna á bekknum? „Ég ræð því náttúrulega sjálfur,“ sagði þjálfarinn og hló. „Ég er að koma heim sem þjálfari. En ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég sé mig ekki endilega sem byrjunarliðsmann sem spilar 60 mínútur í hverjum leik,“ sagði Snorri Steinn sem lék síðast með Val tímabilið 2002-03. Eins og áður sagði eru Valsmenn ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð augljóst hvað við ætlum að gera. Við erum búnir að styrkja okkur og erum með gott lið og góða breidd. Það er ekkert að því að setja sér háleit markmið,“ sagði Snorri Steinn.Snorri Steinn vann silfur í Peking og brons í Austurríki með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelmÞurfa ekki að fara út Valsmenn komust alla leið í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu á síðasta tímabili en féllu úr leik á umdeildan hátt fyrir Potaissa Turda frá Rúmeníu. Valur tekur þátt í EHF-bikarnum á næsta tímabili og stefnan er sett hátt þar. „Það er ekki spurning. Íslenska deildin og íslensku liðin eru ekkert þau hæst skrifuðu en það er alveg óþarfi að skrá sig í Evrópukeppni ef þú ætlar ekki að fara lengra. Valsmenn sýndu það í fyrra að íslensk lið eiga að setja markið hátt hvað þetta varðar,“ sagði Snorri Steinn sem hefur lengi stefnt á þjálfun. „Já, merkilega lengi. Þetta hefur blundað full lengi í mér. Ég var byrjaður að pæla í þessu og undirbúa þetta. Mér fannst ég vera kominn á þann stað að fara að byrja þetta og rekast á þessar hindranir sem fylgja því að verða góður þjálfari. Ég held að ég sé tilbúinn í það. Ég tek við góðu liði með gott bakland og held að ég sé á frábærum stað til að byrja þjálfaraferilinn,“ sagði Snorri Steinn. Hann er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru á heimleið en Olís-deildin hefur ekki verið jafn sterk í mörg ár, ef ekki áratugi. Snorra Steini líst vel á deildina hér heima og segir að það þurfi að nýta meðbyrinn. „Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera. Þróunin var þannig að menn voru kannski að fara of snemma út og í ekkert frábærar deildir eða lið. En þegar deildin er svona sterk eins og hún er núna þurfa menn ekkert að fara út til að komast í betri bolta. Þetta er góð þróun en nú þarf að nýta þennan meðbyr. Hlutirnir gerast ekkert af sjálfum sér,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Hér að neðan má sjá upptöku frá blaðamannafundinum í gær sem Vísir var með í beinni útsendingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 16:30 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Einn af bestu sonum Vals, Snorri Steinn Guðjónsson, var kynntur sem spilandi þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins eftir 14 farsæl ár í atvinnumennsku erlendis. Snorri Steinn mun stýra Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar sem þjálfari karlaliðsins en verður eins konar handboltastjóri Vals. Valsmenn eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og stefna hátt á næsta tímabili. Auk Snorra Steins hefur Valur samið við Árna Þór Sigtryggsson og Magnús Óla Magnússon, sem koma báðir heim úr atvinnumennsku, og Einar Baldvin Baldvinsson, markvörð unglingalandsliðsins. Snorri Steinn hefur undanfarin þrjú ár leikið við góðan orðstír í Frakklandi, fyrst með Sélestat og undanfarin tvö ár með Nimes. Snorri Steinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Nimes en komst að samkomulagi um starfslok við félagið. „Ég gerði fínan starfslokasamning sem var lykilatriði fyrir mig persónulega. Í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær.Snorri Steinn á blaðamannafundinum í gær.vísir/eyþórRæður hvað hann spilar mikið Hann segist hafa ætlað að klára þetta eina ár sem hann átti eftir af samningi sínum við Nimes en ekki hafi staðið til að vera lengur úti. „Eitt ár í viðbót hefði ekki gert neitt auka fyrir mig. Ég er mjög sáttur við þetta. Ég átti þrjú mjög góð ár í Frakklandi, spilaði vel og er í frábæru formi. Hjartað var farið að leita heim hjá mér og fjölskyldunni,“ sagði Snorri Steinn. Það er ekki hægt að segja að Snorri Steinn komi haltrandi heim. Hann spilaði vel í Frakklandi og var níundi markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Á því þarsíðasta var hann fimmti markahæstur. En er Snorri Steinn nokkuð að koma heim til að fúna á bekknum? „Ég ræð því náttúrulega sjálfur,“ sagði þjálfarinn og hló. „Ég er að koma heim sem þjálfari. En ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég sé mig ekki endilega sem byrjunarliðsmann sem spilar 60 mínútur í hverjum leik,“ sagði Snorri Steinn sem lék síðast með Val tímabilið 2002-03. Eins og áður sagði eru Valsmenn ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð augljóst hvað við ætlum að gera. Við erum búnir að styrkja okkur og erum með gott lið og góða breidd. Það er ekkert að því að setja sér háleit markmið,“ sagði Snorri Steinn.Snorri Steinn vann silfur í Peking og brons í Austurríki með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelmÞurfa ekki að fara út Valsmenn komust alla leið í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu á síðasta tímabili en féllu úr leik á umdeildan hátt fyrir Potaissa Turda frá Rúmeníu. Valur tekur þátt í EHF-bikarnum á næsta tímabili og stefnan er sett hátt þar. „Það er ekki spurning. Íslenska deildin og íslensku liðin eru ekkert þau hæst skrifuðu en það er alveg óþarfi að skrá sig í Evrópukeppni ef þú ætlar ekki að fara lengra. Valsmenn sýndu það í fyrra að íslensk lið eiga að setja markið hátt hvað þetta varðar,“ sagði Snorri Steinn sem hefur lengi stefnt á þjálfun. „Já, merkilega lengi. Þetta hefur blundað full lengi í mér. Ég var byrjaður að pæla í þessu og undirbúa þetta. Mér fannst ég vera kominn á þann stað að fara að byrja þetta og rekast á þessar hindranir sem fylgja því að verða góður þjálfari. Ég held að ég sé tilbúinn í það. Ég tek við góðu liði með gott bakland og held að ég sé á frábærum stað til að byrja þjálfaraferilinn,“ sagði Snorri Steinn. Hann er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru á heimleið en Olís-deildin hefur ekki verið jafn sterk í mörg ár, ef ekki áratugi. Snorra Steini líst vel á deildina hér heima og segir að það þurfi að nýta meðbyrinn. „Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera. Þróunin var þannig að menn voru kannski að fara of snemma út og í ekkert frábærar deildir eða lið. En þegar deildin er svona sterk eins og hún er núna þurfa menn ekkert að fara út til að komast í betri bolta. Þetta er góð þróun en nú þarf að nýta þennan meðbyr. Hlutirnir gerast ekkert af sjálfum sér,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Hér að neðan má sjá upptöku frá blaðamannafundinum í gær sem Vísir var með í beinni útsendingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 16:30 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45
Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 16:30
Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39
Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30
Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45