Snorri Steinn: Þarf að rekast á þær hindranir sem fylgja því að vera góður þjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2017 06:00 Snorri Steinn er kominn aftur til Vals eftir 14 ára fjarveru. Fréttablaðið/Eyþór Einn af bestu sonum Vals, Snorri Steinn Guðjónsson, var kynntur sem spilandi þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins eftir 14 farsæl ár í atvinnumennsku erlendis. Snorri Steinn mun stýra Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar sem þjálfari karlaliðsins en verður eins konar handboltastjóri Vals. Valsmenn eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og stefna hátt á næsta tímabili. Auk Snorra Steins hefur Valur samið við Árna Þór Sigtryggsson og Magnús Óla Magnússon, sem koma báðir heim úr atvinnumennsku, og Einar Baldvin Baldvinsson, markvörð unglingalandsliðsins. Snorri Steinn hefur undanfarin þrjú ár leikið við góðan orðstír í Frakklandi, fyrst með Sélestat og undanfarin tvö ár með Nimes. Snorri Steinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Nimes en komst að samkomulagi um starfslok við félagið. „Ég gerði fínan starfslokasamning sem var lykilatriði fyrir mig persónulega. Í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær.Snorri Steinn á blaðamannafundinum í gær.vísir/eyþórRæður hvað hann spilar mikið Hann segist hafa ætlað að klára þetta eina ár sem hann átti eftir af samningi sínum við Nimes en ekki hafi staðið til að vera lengur úti. „Eitt ár í viðbót hefði ekki gert neitt auka fyrir mig. Ég er mjög sáttur við þetta. Ég átti þrjú mjög góð ár í Frakklandi, spilaði vel og er í frábæru formi. Hjartað var farið að leita heim hjá mér og fjölskyldunni,“ sagði Snorri Steinn. Það er ekki hægt að segja að Snorri Steinn komi haltrandi heim. Hann spilaði vel í Frakklandi og var níundi markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Á því þarsíðasta var hann fimmti markahæstur. En er Snorri Steinn nokkuð að koma heim til að fúna á bekknum? „Ég ræð því náttúrulega sjálfur,“ sagði þjálfarinn og hló. „Ég er að koma heim sem þjálfari. En ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég sé mig ekki endilega sem byrjunarliðsmann sem spilar 60 mínútur í hverjum leik,“ sagði Snorri Steinn sem lék síðast með Val tímabilið 2002-03. Eins og áður sagði eru Valsmenn ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð augljóst hvað við ætlum að gera. Við erum búnir að styrkja okkur og erum með gott lið og góða breidd. Það er ekkert að því að setja sér háleit markmið,“ sagði Snorri Steinn.Snorri Steinn vann silfur í Peking og brons í Austurríki með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelmÞurfa ekki að fara út Valsmenn komust alla leið í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu á síðasta tímabili en féllu úr leik á umdeildan hátt fyrir Potaissa Turda frá Rúmeníu. Valur tekur þátt í EHF-bikarnum á næsta tímabili og stefnan er sett hátt þar. „Það er ekki spurning. Íslenska deildin og íslensku liðin eru ekkert þau hæst skrifuðu en það er alveg óþarfi að skrá sig í Evrópukeppni ef þú ætlar ekki að fara lengra. Valsmenn sýndu það í fyrra að íslensk lið eiga að setja markið hátt hvað þetta varðar,“ sagði Snorri Steinn sem hefur lengi stefnt á þjálfun. „Já, merkilega lengi. Þetta hefur blundað full lengi í mér. Ég var byrjaður að pæla í þessu og undirbúa þetta. Mér fannst ég vera kominn á þann stað að fara að byrja þetta og rekast á þessar hindranir sem fylgja því að verða góður þjálfari. Ég held að ég sé tilbúinn í það. Ég tek við góðu liði með gott bakland og held að ég sé á frábærum stað til að byrja þjálfaraferilinn,“ sagði Snorri Steinn. Hann er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru á heimleið en Olís-deildin hefur ekki verið jafn sterk í mörg ár, ef ekki áratugi. Snorra Steini líst vel á deildina hér heima og segir að það þurfi að nýta meðbyrinn. „Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera. Þróunin var þannig að menn voru kannski að fara of snemma út og í ekkert frábærar deildir eða lið. En þegar deildin er svona sterk eins og hún er núna þurfa menn ekkert að fara út til að komast í betri bolta. Þetta er góð þróun en nú þarf að nýta þennan meðbyr. Hlutirnir gerast ekkert af sjálfum sér,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Hér að neðan má sjá upptöku frá blaðamannafundinum í gær sem Vísir var með í beinni útsendingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 16:30 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Einn af bestu sonum Vals, Snorri Steinn Guðjónsson, var kynntur sem spilandi þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins eftir 14 farsæl ár í atvinnumennsku erlendis. Snorri Steinn mun stýra Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar sem þjálfari karlaliðsins en verður eins konar handboltastjóri Vals. Valsmenn eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og stefna hátt á næsta tímabili. Auk Snorra Steins hefur Valur samið við Árna Þór Sigtryggsson og Magnús Óla Magnússon, sem koma báðir heim úr atvinnumennsku, og Einar Baldvin Baldvinsson, markvörð unglingalandsliðsins. Snorri Steinn hefur undanfarin þrjú ár leikið við góðan orðstír í Frakklandi, fyrst með Sélestat og undanfarin tvö ár með Nimes. Snorri Steinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Nimes en komst að samkomulagi um starfslok við félagið. „Ég gerði fínan starfslokasamning sem var lykilatriði fyrir mig persónulega. Í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær.Snorri Steinn á blaðamannafundinum í gær.vísir/eyþórRæður hvað hann spilar mikið Hann segist hafa ætlað að klára þetta eina ár sem hann átti eftir af samningi sínum við Nimes en ekki hafi staðið til að vera lengur úti. „Eitt ár í viðbót hefði ekki gert neitt auka fyrir mig. Ég er mjög sáttur við þetta. Ég átti þrjú mjög góð ár í Frakklandi, spilaði vel og er í frábæru formi. Hjartað var farið að leita heim hjá mér og fjölskyldunni,“ sagði Snorri Steinn. Það er ekki hægt að segja að Snorri Steinn komi haltrandi heim. Hann spilaði vel í Frakklandi og var níundi markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Á því þarsíðasta var hann fimmti markahæstur. En er Snorri Steinn nokkuð að koma heim til að fúna á bekknum? „Ég ræð því náttúrulega sjálfur,“ sagði þjálfarinn og hló. „Ég er að koma heim sem þjálfari. En ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég sé mig ekki endilega sem byrjunarliðsmann sem spilar 60 mínútur í hverjum leik,“ sagði Snorri Steinn sem lék síðast með Val tímabilið 2002-03. Eins og áður sagði eru Valsmenn ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð augljóst hvað við ætlum að gera. Við erum búnir að styrkja okkur og erum með gott lið og góða breidd. Það er ekkert að því að setja sér háleit markmið,“ sagði Snorri Steinn.Snorri Steinn vann silfur í Peking og brons í Austurríki með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelmÞurfa ekki að fara út Valsmenn komust alla leið í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu á síðasta tímabili en féllu úr leik á umdeildan hátt fyrir Potaissa Turda frá Rúmeníu. Valur tekur þátt í EHF-bikarnum á næsta tímabili og stefnan er sett hátt þar. „Það er ekki spurning. Íslenska deildin og íslensku liðin eru ekkert þau hæst skrifuðu en það er alveg óþarfi að skrá sig í Evrópukeppni ef þú ætlar ekki að fara lengra. Valsmenn sýndu það í fyrra að íslensk lið eiga að setja markið hátt hvað þetta varðar,“ sagði Snorri Steinn sem hefur lengi stefnt á þjálfun. „Já, merkilega lengi. Þetta hefur blundað full lengi í mér. Ég var byrjaður að pæla í þessu og undirbúa þetta. Mér fannst ég vera kominn á þann stað að fara að byrja þetta og rekast á þessar hindranir sem fylgja því að verða góður þjálfari. Ég held að ég sé tilbúinn í það. Ég tek við góðu liði með gott bakland og held að ég sé á frábærum stað til að byrja þjálfaraferilinn,“ sagði Snorri Steinn. Hann er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru á heimleið en Olís-deildin hefur ekki verið jafn sterk í mörg ár, ef ekki áratugi. Snorra Steini líst vel á deildina hér heima og segir að það þurfi að nýta meðbyrinn. „Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera. Þróunin var þannig að menn voru kannski að fara of snemma út og í ekkert frábærar deildir eða lið. En þegar deildin er svona sterk eins og hún er núna þurfa menn ekkert að fara út til að komast í betri bolta. Þetta er góð þróun en nú þarf að nýta þennan meðbyr. Hlutirnir gerast ekkert af sjálfum sér,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Hér að neðan má sjá upptöku frá blaðamannafundinum í gær sem Vísir var með í beinni útsendingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 16:30 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45
Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 16:30
Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39
Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30
Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti