Sport

Breskur hlaupari setur ferilinn í hættu með því að taka þátt í raunveruleikaþætti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hlauparinn Theo Campbell
Hlauparinn Theo Campbell Mynd/Getty
Breski 400 metra hlauparinn Theo Campbell setur ferilinn í hættu með því að taka þátt í raunveruleikaþættinum "Love Island".

Þátturinn, sem sýndur er á bresku sjónvarpsstöðinni ITV, snýst um að hópur einhleypra einstaklinga er sendur til Spánar þar sem þau dvelja í lúxusvillu til að reyna að finna ástina.

Hin 25 ára Campbell komst í vandræði þegar upp kom að hann tilkynnti breska frjálsíþróttasambandinu ekki að hann væri á leið í þáttinn.

Talsmaður frá sambandinu sagði í viðtali við breska blaðið Mirror: „Við vissum ekki að Theo Campbell væri að taka þátt í þættinum. Þar sem heimsmeistaramótið í London fer fram eftir mánuð ætlumst við til að allir þeir sem vilja vera valdir í liðið séu 100% með athyglina á æfingum.“

Campbell sagði frá sjálfum sér í viðtali áður en hann fór í þáttin og sagði meðal annars: „Ég er búin að æfa frjálsar í sex ár. Ég er í landsliði Englands, í 400m boðhlaupssveitinni. Mitt aðal markmið er að komast á Ólympíuleikana 2020.“

Spurning hvort þátttaka hans í þættinum hafi skaðað drauminn um að komast til Tókíó

Samkvæmt heimildum Mirror þá er Campbell ekki fastur maður í landsliði Bretlands, þrátt fyrir fullyrðingar hans í þættinum. Hann hafi verið nálægt liðinu og keppt nokkrum sinnum, en sæti hans þar sé langt frá því öruggt og stjórnendur innan sambandsins séu ekki ánægðir með þáttöku hans í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×