Erlent

Bein útsending: Trump flytur ræðu sína í Varsjá

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump heldur á leiðtogafund G20-ríkjanna eftir heimsóknina til Póllands.
Donald Trump heldur á leiðtogafund G20-ríkjanna eftir heimsóknina til Póllands. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag flytja ræðu við minnisvarða um Varsjár-uppreisnina árið 1944 á Krasinski-torgi í Varsjá.

Forsetinn mun þar segja að framtíð vestrænnar siðmenningar sé í húfi og vara við þeirri ógn sem stafar af hryðjuverka- og öfgamönnum.

Brot úr ræðunni hafa þegar verið send á fjölmiðla, en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 

Hægt er að fylgjast með útsendingu BBC frá ræðunni að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×