Lést Amelia Earhart í haldi Japana? Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2017 10:45 Amelia Earhart hvarf þann 2. júlí 1937 á flugi yfir Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Vísir/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna/Getty Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar. Japan Marshall-eyjar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar.
Japan Marshall-eyjar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira