Mexíkósku stjörnurnar hjá Þór/KA flúðu fordómana í heimalandinu og fundu griðarstað á Akureyri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 10:15 Stephany Mayor og Bianca Sierra eru samherjar hjá Þór/KA og mexíkóska landsliðinu. vísir/eyþór/getty Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15
Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15