Borgin mátti setja upp verk eftir Erró Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira