„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Hildur Knútsdóttir skrifar 6. júlí 2017 07:00 Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun