Júdas, lax og Símon Pétur G. Markan skrifar 5. júlí 2017 07:00 Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum. Þröstur staldrar við helsta verkefni mannkyns um þessar mundir, sem eru umhverfismál í formi útblásturs og kolefnisspora. Þar er ég ekki bara sammála greinarhöfundi, heldur slá hjörtu okkar í takt. Loftslagsmál eru sá málaflokkur sem maðurinn hefur ekki náð tökum á, þróunin fer versnandi og ef ekki verður fyrir samhent átak allra þjóða heimsins þá endar vegferð mannkyns mun fyrr en áætlað var. Í þessu samhengi er vel hægt að skilja upphaf greinar Þrastar, um vitgranna leiðtoga, sem t.d. afneita nýgerðu Parísarsamkomulagi. Eftir þetta kemur að mengandi laxeldi í flestum fjörðum Íslands. Þar missir Þröstur flugið. Orðrétt segir hann m.a. um laxeldisuppbygginguna: „...sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi“. Það skal fyrst nefna að í reglugerð, sem gefin var út af Guðna Ágústssyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var stærsta skref við verndun villtra laxastofna tekið frá upphafi íslenskrar stjórnsýslu. Það var gert með því að loka bróðurparti allrar íslenskrar strandlengju fyrir sjóeldi. Ég gef mér að Þröstur hafi einfaldlega ekki vitað þetta, varla fer virðulegur hagfræðingur vísvitandi með rangt mál. En stundum helgar tilgangurinn meðalið, þegar tilfinningar blandast skoðunum. Þröstur rekur ættir sínar til Hornstranda. Eitthvað segir mér að ábúendur Hornstranda, áður en byggð horaðist af, hefðu horft hýrum augum til atvinnuuppbyggingar, eins og laxeldis. Svona rifna ræturnar frá mönnum. En það er um að gera að faðma kerfilinn á Hornströndum, umvafinn hungruðum forfeðrum, á meðan maður rúntar um á fjór- eða sexhjólinu sínu og hrópar: „Einstakt!“ Þá er skemmtilegt að segja frá því að fjór- og sexhjólin sniglast um í friðlandinu. Ekkert fiskeldi er hins vegar ráðgert í friðlandinu, og engar hugmyndir hafa heyrst um slíkt. Samkvæmt reglugerð er mögulegt að sækja um sjóeldi í Jökulfjörðum Ísafjarðardjúps, sem eru ekki partur af friðlandi Hornstranda. Þröstur er því leiðréttur um þetta. Þröstur fullyrðir að iðnaðurinn sé mengandi og slíkt verður ekki lesið öðruvísi en í samhengi við fyrri hluta greinar Þrastar. Er Þröstur virkilega svo illa áttaður í málinu að hann veit ekki að laxeldi er líkast til umhverfisvænsti matvælaiðnaður sem til er, sé litið til útblásturs og kolefnisspora. Sjóeldi er nútímaleg matvælaframleiðsla, ábyrgur iðnaður, sem getur vel verið ein af lausnum mannkyns við að fæða fleiri munna í sátt við umhverfi og framtíð. Með vísan í áhyggjur Þrastar um umhverfisspillingu og vitlausa menn, vil ég benda á að líkast til eru fáar matvælagreinar jafn lofandi fyrir framtíðina. Staðreyndin er sú að Vestfirðir, suður- og norðursvæði, eru opnir fyrir sjóeldi. Í gildi eru reglugerðir og lög, sem heimila atvinnustarfsemina, svo lengi sem hún rúmast innan sömu laga og reglna. Til þess að fá starfsleyfi, þarf umsækjandinn m.a. að standast umhverfismat, faglega unnið mat vísindamanna, sem segir til um hvort starfsemi hafi, allt frá verulegum til óverulegra, áhrif á umhverfið. Þröstur gleymir að minnast á það. Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög, sem heltekin voru af hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu. Þröstur segir í grein sinni að fiskeldi skili sáralitlum virðisauka, en auki einungis útgjöld og mengun. Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur. Menntun og rannsóknir tengdar sjóeldi munu aukast á svæðinu. Afleidd þjónusta mun vaxa samhliða fiskeldi. Í fáum orðum er hér um nútímalega og ábyrga byltingu að ræða, á svæði sem er efnahagslega og lýðfræðilega kalt. Að fullyrða, eins og Þröstur gerir, að fiskeldi muni engu skila inn á Vestfjarðasvæðið, er eins og að fullyrða að stærri atvinnugreinar eins og m.a. stórútgerð og ferðaþjónusta, skili engu inn á stórhöfuðborgarsvæðið, þar sem Þröstur býr. Það getur vel verið að Jökulfirðir verði ekki fiskeldissvæði á Vestfjörðum. Sjálfur gæti ég verið hlynntur slíkri ákvörðun. Framundan er vinna við sameiginlegt svæðisskipulag á Vestfjörðum. Þar verður m.a. leitt í ljós hvernig menn ná sameiginlegri sýn á nýtingu Ísafjarðardjúpsins, og þá Jökulfjarða. Það getur vel orðið niðurstaða að Jökulfirðir fái annað hlutverk í framtíð Vestfjarða. En það verður tæpast á þeim forsendum að fiskeldi sé svo mengandi. Slíkar ákvarðanir þurfa að byggja á staðreyndum og rökum. Staðreyndin er sú að Vestfirðir eru leiðandi afl í umhverfismálum á Íslandi, sem stóriðjulaus fjórðungur, þar sem öll sveitarfélögin eru silfurvottuð af umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Útblástur og kolefnisspor eru byssan með kúlunni, sem ógnar framtíð jarðar. Þröstur hefur eðlilega áhyggjur. Það er því með vestfirsku faðmlagi, sem hann er upplýstur um að Vestfirðir eru stóriðjulausir og hafa ákveðið að vera það í framtíðinni. Sá sem selur framtíð jarðarinnar fyrir 30 silfurpeninga gerir tilkall til ógæfusama lærisveinsins. Sá sem skrifar gegn betri vitund gerir einnig tilkall til ógæfunnar. Svo eru aðrir að vinna hörðum höndum að uppbyggingu fjórðungs, sem hefur farið halloka síðustu áratugi, á ábyrgan og umhverfisvænan hátt. Hafna stóriðju og lifa í langtímasambandi við land og láð. Þeir svara kallinu Símon og eru að byggja upp öfluga kirkju á Vestfjörðum, svona ef menn þurfa að blæta með biblíuna. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pétur G. Markan Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum. Þröstur staldrar við helsta verkefni mannkyns um þessar mundir, sem eru umhverfismál í formi útblásturs og kolefnisspora. Þar er ég ekki bara sammála greinarhöfundi, heldur slá hjörtu okkar í takt. Loftslagsmál eru sá málaflokkur sem maðurinn hefur ekki náð tökum á, þróunin fer versnandi og ef ekki verður fyrir samhent átak allra þjóða heimsins þá endar vegferð mannkyns mun fyrr en áætlað var. Í þessu samhengi er vel hægt að skilja upphaf greinar Þrastar, um vitgranna leiðtoga, sem t.d. afneita nýgerðu Parísarsamkomulagi. Eftir þetta kemur að mengandi laxeldi í flestum fjörðum Íslands. Þar missir Þröstur flugið. Orðrétt segir hann m.a. um laxeldisuppbygginguna: „...sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi“. Það skal fyrst nefna að í reglugerð, sem gefin var út af Guðna Ágústssyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var stærsta skref við verndun villtra laxastofna tekið frá upphafi íslenskrar stjórnsýslu. Það var gert með því að loka bróðurparti allrar íslenskrar strandlengju fyrir sjóeldi. Ég gef mér að Þröstur hafi einfaldlega ekki vitað þetta, varla fer virðulegur hagfræðingur vísvitandi með rangt mál. En stundum helgar tilgangurinn meðalið, þegar tilfinningar blandast skoðunum. Þröstur rekur ættir sínar til Hornstranda. Eitthvað segir mér að ábúendur Hornstranda, áður en byggð horaðist af, hefðu horft hýrum augum til atvinnuuppbyggingar, eins og laxeldis. Svona rifna ræturnar frá mönnum. En það er um að gera að faðma kerfilinn á Hornströndum, umvafinn hungruðum forfeðrum, á meðan maður rúntar um á fjór- eða sexhjólinu sínu og hrópar: „Einstakt!“ Þá er skemmtilegt að segja frá því að fjór- og sexhjólin sniglast um í friðlandinu. Ekkert fiskeldi er hins vegar ráðgert í friðlandinu, og engar hugmyndir hafa heyrst um slíkt. Samkvæmt reglugerð er mögulegt að sækja um sjóeldi í Jökulfjörðum Ísafjarðardjúps, sem eru ekki partur af friðlandi Hornstranda. Þröstur er því leiðréttur um þetta. Þröstur fullyrðir að iðnaðurinn sé mengandi og slíkt verður ekki lesið öðruvísi en í samhengi við fyrri hluta greinar Þrastar. Er Þröstur virkilega svo illa áttaður í málinu að hann veit ekki að laxeldi er líkast til umhverfisvænsti matvælaiðnaður sem til er, sé litið til útblásturs og kolefnisspora. Sjóeldi er nútímaleg matvælaframleiðsla, ábyrgur iðnaður, sem getur vel verið ein af lausnum mannkyns við að fæða fleiri munna í sátt við umhverfi og framtíð. Með vísan í áhyggjur Þrastar um umhverfisspillingu og vitlausa menn, vil ég benda á að líkast til eru fáar matvælagreinar jafn lofandi fyrir framtíðina. Staðreyndin er sú að Vestfirðir, suður- og norðursvæði, eru opnir fyrir sjóeldi. Í gildi eru reglugerðir og lög, sem heimila atvinnustarfsemina, svo lengi sem hún rúmast innan sömu laga og reglna. Til þess að fá starfsleyfi, þarf umsækjandinn m.a. að standast umhverfismat, faglega unnið mat vísindamanna, sem segir til um hvort starfsemi hafi, allt frá verulegum til óverulegra, áhrif á umhverfið. Þröstur gleymir að minnast á það. Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög, sem heltekin voru af hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu. Þröstur segir í grein sinni að fiskeldi skili sáralitlum virðisauka, en auki einungis útgjöld og mengun. Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur. Menntun og rannsóknir tengdar sjóeldi munu aukast á svæðinu. Afleidd þjónusta mun vaxa samhliða fiskeldi. Í fáum orðum er hér um nútímalega og ábyrga byltingu að ræða, á svæði sem er efnahagslega og lýðfræðilega kalt. Að fullyrða, eins og Þröstur gerir, að fiskeldi muni engu skila inn á Vestfjarðasvæðið, er eins og að fullyrða að stærri atvinnugreinar eins og m.a. stórútgerð og ferðaþjónusta, skili engu inn á stórhöfuðborgarsvæðið, þar sem Þröstur býr. Það getur vel verið að Jökulfirðir verði ekki fiskeldissvæði á Vestfjörðum. Sjálfur gæti ég verið hlynntur slíkri ákvörðun. Framundan er vinna við sameiginlegt svæðisskipulag á Vestfjörðum. Þar verður m.a. leitt í ljós hvernig menn ná sameiginlegri sýn á nýtingu Ísafjarðardjúpsins, og þá Jökulfjarða. Það getur vel orðið niðurstaða að Jökulfirðir fái annað hlutverk í framtíð Vestfjarða. En það verður tæpast á þeim forsendum að fiskeldi sé svo mengandi. Slíkar ákvarðanir þurfa að byggja á staðreyndum og rökum. Staðreyndin er sú að Vestfirðir eru leiðandi afl í umhverfismálum á Íslandi, sem stóriðjulaus fjórðungur, þar sem öll sveitarfélögin eru silfurvottuð af umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Útblástur og kolefnisspor eru byssan með kúlunni, sem ógnar framtíð jarðar. Þröstur hefur eðlilega áhyggjur. Það er því með vestfirsku faðmlagi, sem hann er upplýstur um að Vestfirðir eru stóriðjulausir og hafa ákveðið að vera það í framtíðinni. Sá sem selur framtíð jarðarinnar fyrir 30 silfurpeninga gerir tilkall til ógæfusama lærisveinsins. Sá sem skrifar gegn betri vitund gerir einnig tilkall til ógæfunnar. Svo eru aðrir að vinna hörðum höndum að uppbyggingu fjórðungs, sem hefur farið halloka síðustu áratugi, á ábyrgan og umhverfisvænan hátt. Hafna stóriðju og lifa í langtímasambandi við land og láð. Þeir svara kallinu Símon og eru að byggja upp öfluga kirkju á Vestfjörðum, svona ef menn þurfa að blæta með biblíuna. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun