Þrívíddarprentaðir skór og hljómsveit í vatni Ritstjórn skrifar 4. júlí 2017 09:45 Glamour/Getty Þrívíddarprentaðir skór, hljómsveit ofan í vatni og kjólar mótaðir úr vír voru allt partur af frumlegri sýningu Iris van Herpen í gærkvöldi. Iris er hollenskur fatahönnuður og er aðeins 33 ára gömul. Sumir kjólanna gætu sómað sér vel í kvikmynda- og leikhúsum og gætum við séð þá fyrir okkur sem fallega kven-ofurhetjubúninga. ,,Þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani fyrir mig, og mig langaði að geta deilt því með áhorfendum," sagði Iris eftir sýninguna. Það hefur heldur betur gengið hjá henni, því sýningin þótti drungaleg, sérstök en falleg. Fólkið í vatnstönkunum er síðan danska hljómsveitin Between Music, og er þetta partur af tónlistarverkefni þeirra sem heitir Aquasonic. Iris er gjarnan þekkt fyrir að vera einu skrefi á undan þegar kemur að því að sameina tísku og vísindi, og í gær sannaði hún það vel. Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour
Þrívíddarprentaðir skór, hljómsveit ofan í vatni og kjólar mótaðir úr vír voru allt partur af frumlegri sýningu Iris van Herpen í gærkvöldi. Iris er hollenskur fatahönnuður og er aðeins 33 ára gömul. Sumir kjólanna gætu sómað sér vel í kvikmynda- og leikhúsum og gætum við séð þá fyrir okkur sem fallega kven-ofurhetjubúninga. ,,Þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani fyrir mig, og mig langaði að geta deilt því með áhorfendum," sagði Iris eftir sýninguna. Það hefur heldur betur gengið hjá henni, því sýningin þótti drungaleg, sérstök en falleg. Fólkið í vatnstönkunum er síðan danska hljómsveitin Between Music, og er þetta partur af tónlistarverkefni þeirra sem heitir Aquasonic. Iris er gjarnan þekkt fyrir að vera einu skrefi á undan þegar kemur að því að sameina tísku og vísindi, og í gær sannaði hún það vel.
Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour