Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2017 23:22 Donald Trump og Scott Pruitt (t.h.) hafa talað mikið um störf og meinta skaðsemi reglugerða en minna um umhverfið. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00