Aðeins eitt stig skilur að efstu þrjú lið Inkasso-deildarinnar eftir 1-0 sigur Þróttar á Fylki í lokaleik níundu umferðar í kvöld.
Viktor Jónsson skoraði eina mark leiksins strax á 1. mínútu en þrátt fyrir að hafa sótt talsvert í leiknum náðu Árbæingar ekki að jafna metin.
Þetta var annað tap Fylkis í sumar en með sigrinum náðu Þróttarar að jafna við Árbæinga á toppi deildarinnar. Bæði lið eru með nítján stig en Keflavík er stigi á eftir í þriðja sætinu.
Næsta umferð hefst á fimmtudagskvöld en þá fara Keflvíkingar í heimsókn til Framara í Laugardalnum.
Þróttur mætir Selfossi á útivelli á föstudag og Fylkismenn taka á móti Haukuum.
Þróttarar upp að hlið Fylkis á toppnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað
Enski boltinn



Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“
Íslenski boltinn




Fleiri fréttir
