Skattsvikin og þjóðmálaumræðan Bolli Héðinsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga. Meðal tillagna nefndarinnar er einnig stungið upp á að draga úr notkun reiðufjár með því að taka stærri bankaseðla úr notkun. Allt í einu snýst hin mikilvæga umræða um skattsvik um þetta eina atriði. Aftur og aftur verðum við vitni að því hversu mikill sannleikur er fólginn í orðum Nóbelskáldsins um að Íslendingar „…leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Í samræmi við þessi orð skáldsins þá vitum við að í haust verður lögð fram tillaga á Alþingi um að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Öll þjóðmálaumræða næsta vetrar mun snúast um þessa tillögu en ekkert um brýn úrlausnarefni stjórnvalda. Hvers vegna að ræða mál eins og t.d. hlutdeild þjóðarinnar í auðlindaarðinum þegar hægt er að ræða brennivín í búðir? Auðvitað er það aðeins tímaspursmál hvenær seðlar og mynt leggjast af og öll greiðslumiðlun verður rafræn. Skýrsla starfshópsins breytir engu um það. Hvað muna margir eftir hinu algenga greiðsluformi ávísun? Það er ekki svo langt síðan að flestir gengu með tékkhefti á sér og til mikilla framfara horfði þegar búðarkassarnir prentuðu á tékkana fyrir kúnnann. Í skýrslunni til fjármálaráðherra er einnig tekið undir mikilvægi þess að þjóðinni sé séð fyrir greiðslumiðlun sem þjónusti almenning og kortanotkunin verði almenningi að kostnaðarlausu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og mikilvægt að hið opinbera líti á greiðslumiðlun eins og hverja aðra þjónustu sem almenningi standi til boða líkt og gildir um aðra mikilvæga innviði samfélagsins án þess að vera ofurseldur einkafyrirtækjum á þessu sviði. Í þeim efnum er ekki eftir neinu að bíða.https://www.visir.is/g/2017170308859/banki-sem-veitustofnun-almennings Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga. Meðal tillagna nefndarinnar er einnig stungið upp á að draga úr notkun reiðufjár með því að taka stærri bankaseðla úr notkun. Allt í einu snýst hin mikilvæga umræða um skattsvik um þetta eina atriði. Aftur og aftur verðum við vitni að því hversu mikill sannleikur er fólginn í orðum Nóbelskáldsins um að Íslendingar „…leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Í samræmi við þessi orð skáldsins þá vitum við að í haust verður lögð fram tillaga á Alþingi um að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Öll þjóðmálaumræða næsta vetrar mun snúast um þessa tillögu en ekkert um brýn úrlausnarefni stjórnvalda. Hvers vegna að ræða mál eins og t.d. hlutdeild þjóðarinnar í auðlindaarðinum þegar hægt er að ræða brennivín í búðir? Auðvitað er það aðeins tímaspursmál hvenær seðlar og mynt leggjast af og öll greiðslumiðlun verður rafræn. Skýrsla starfshópsins breytir engu um það. Hvað muna margir eftir hinu algenga greiðsluformi ávísun? Það er ekki svo langt síðan að flestir gengu með tékkhefti á sér og til mikilla framfara horfði þegar búðarkassarnir prentuðu á tékkana fyrir kúnnann. Í skýrslunni til fjármálaráðherra er einnig tekið undir mikilvægi þess að þjóðinni sé séð fyrir greiðslumiðlun sem þjónusti almenning og kortanotkunin verði almenningi að kostnaðarlausu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og mikilvægt að hið opinbera líti á greiðslumiðlun eins og hverja aðra þjónustu sem almenningi standi til boða líkt og gildir um aðra mikilvæga innviði samfélagsins án þess að vera ofurseldur einkafyrirtækjum á þessu sviði. Í þeim efnum er ekki eftir neinu að bíða.https://www.visir.is/g/2017170308859/banki-sem-veitustofnun-almennings Höfundur er hagfræðingur.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun