Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar 15. júlí 2025 13:00 Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag. Undirbúningur Hvammsvirkjunar er engin undantekning og niðurstöður kærumála sýna það skýrt. Engar ábendingar hafa þar komið fram sem hafa leitt til þess að breyta þurfi hönnun eða mótvægisaðgerðum, enda hafa þær aðgerðir þá verið lagðar fram til samráðs margoft í þeim fjölmörgu skipulags- og leyfisferlum sem eiga við um virkjunina. Þeir ágallar sem hefur þurft að bæta snúa allir að samráði milli stofnana og orðalagi við lagasetningu. Allt er það utan verk- og áhrifasviðs Landsvirkjunar. Kröfur innleiddar markvisst Vatnatilskipun Evrópusambandsins var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála. Innleiðing hennar hefur tekið langan tíma og lengi vel var óljóst hvenær sækja ætti um heimild til breytinga á vatnshloti og hvernig málsmeðferð skyldi háttað. Fyrsta vatnaáætlunin leit ekki dagsins ljós fyrr en vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Þrátt fyrir að innleiðing stjórnvalda tæki sinn tíma höfum við hjá Landsvirkjun unnið markvisst að því að innleiða viðeigandi verklag. Má til dæmis nefna rannsóknir á lífríki Þjórsár síðustu áratugi. Við vinnum áfram að rannsóknum og greiningum sem nýta má til að meta ástand vatnshlota og greina hvort grípa þurfi til aðgerða til að bæta ástand þeirra út frá leiðbeiningum stjórnvalda. Öll þessi vinna skilar sér inn í vatnaáætlun stjórnvalda og mun nýtast í framtíðinni ef meta þarf áhrif á viðkomandi vatnshlot. Nýjar kröfur en engar leiðbeiningar Tekið hefur verið tillit til laga um stjórn vatnamála í verklagi okkar um árabil, að því marki sem hægt hefur verið. Þegar vatnaáætlun tók gildi árið 2022 vorum við langt komin í leyfisveitingarferli Hvammsvirkjunar. Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) var fyrst tilbúin til að fjalla um breytingar á vatnshlotum þegar vatnaáætlunin kom til sögunnar. Á þeim tíma lágu þó hvorki fyrir skilgreindir verkferlar varðandi veitingu heimildar né leiðbeiningar fyrir áhrifamat sem er forsenda veitingu heimildar. Hér voru því settar fram nýjar kröfur á rekstraraðila án þess að fylgdi sögunni hvernig ætti að uppfylla þær. Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um gerð áhrifamats litu ekki dagsins ljós fyrr en í lok árs 2024. Til að geta uppfyllt skilyrði laga um stjórn vatnamála og sótt um heimild til breytinga á vatnshloti var vatnshlotið Þjórsá 1 ástandsmetið, umhverfismarkmið skilgreind og byggt á því fór fram fyrsta áhrifamat vatnshlots á Íslandi, unnið af Hafrannsóknastofnun. Á þessu stigi var byggt á leiðbeiningum Evrópusambandsins. Á grundvelli matsins veitti Umhverfisstofnun í apríl 2024 (15 mánuðum eftir að sótt var um) heimild til að breyta vatnshlotinu Þjórsá 1 með gerð Hvammsvirkjunar, með mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum á lífríki Þjórsár. Heimildin var meðal annars veitt þar sem sýnt hafði verið fram á af hálfu Landsvirkjunar að gripið yrði til allra þeirra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlotsins. Þá var ljóst að aukið raforkuöryggi varðaði almannahagsmuni sem vægju þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið vatnshlotsins næðist. Fyrsta heimildin stenst skoðun Landsvirkjun varð fyrst hér á landi til að sækja um og fá heimild til breytinga á vatnshloti. Ákvörðun um að veita þá heimild var þó felld úr gildi af hálfu Hæstaréttar vegna mistaka við setningu löggjafar, en ekki vegna neinna efnislegra annmarka. Við höfum hagað vinnu okkar í fullu samræmi við löggjöfina enda fengum við heimildina á grundvelli víðtækrar þekkingar á lífríki Þjórsár eftir áratuga rannsóknir og vel ígrundaðrar mótvægisaðgerðir. Ef allt væri eins og best verður á kosið þá væri ástand vatnshlota og umhverfismarkmið þeirra staðfest í vatnaáætlun, málsmeðferðarreglur væru skýrar og það lægi fyrir hvernig samræmi á milli vatnaáætlunar og rammaáætlunar skuli tryggt, líkt og skylt er að gera samkvæmt gildandi löggjöf. Það virðist vera kominn hreyfing á þessi mál þar sem í þessum mánuði tóku gildi ný lög þar sem Alþingi leiðrétti framangreind mistök við lagasetningu og kveðið er á um að heimildin skuli í framtíðinni vera hluti af virkjunarleyfi. Á nýafstöðnu þingi var einnig lagt til að áhrifamat vegna vatnshlota fari fram í umhverfismati framkvæmda. Við væntum þess að haldið verið áfram af hálfu stjórnvalda að skýra betur málsmeðferð í lögum um stjórn vatnamála. Það er mikilvægt að lögin gefi góðar leiðbeiningar og að innleiðing þeirra heppnist vel. Við hljótum öll að vilja tryggja áfram vönduð vinnubrögð við undirbúning framkvæmda og rekstur sem gætu mögulega haft áhrif á verðmæta vatnsauðlind þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatn Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag. Undirbúningur Hvammsvirkjunar er engin undantekning og niðurstöður kærumála sýna það skýrt. Engar ábendingar hafa þar komið fram sem hafa leitt til þess að breyta þurfi hönnun eða mótvægisaðgerðum, enda hafa þær aðgerðir þá verið lagðar fram til samráðs margoft í þeim fjölmörgu skipulags- og leyfisferlum sem eiga við um virkjunina. Þeir ágallar sem hefur þurft að bæta snúa allir að samráði milli stofnana og orðalagi við lagasetningu. Allt er það utan verk- og áhrifasviðs Landsvirkjunar. Kröfur innleiddar markvisst Vatnatilskipun Evrópusambandsins var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála. Innleiðing hennar hefur tekið langan tíma og lengi vel var óljóst hvenær sækja ætti um heimild til breytinga á vatnshloti og hvernig málsmeðferð skyldi háttað. Fyrsta vatnaáætlunin leit ekki dagsins ljós fyrr en vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Þrátt fyrir að innleiðing stjórnvalda tæki sinn tíma höfum við hjá Landsvirkjun unnið markvisst að því að innleiða viðeigandi verklag. Má til dæmis nefna rannsóknir á lífríki Þjórsár síðustu áratugi. Við vinnum áfram að rannsóknum og greiningum sem nýta má til að meta ástand vatnshlota og greina hvort grípa þurfi til aðgerða til að bæta ástand þeirra út frá leiðbeiningum stjórnvalda. Öll þessi vinna skilar sér inn í vatnaáætlun stjórnvalda og mun nýtast í framtíðinni ef meta þarf áhrif á viðkomandi vatnshlot. Nýjar kröfur en engar leiðbeiningar Tekið hefur verið tillit til laga um stjórn vatnamála í verklagi okkar um árabil, að því marki sem hægt hefur verið. Þegar vatnaáætlun tók gildi árið 2022 vorum við langt komin í leyfisveitingarferli Hvammsvirkjunar. Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) var fyrst tilbúin til að fjalla um breytingar á vatnshlotum þegar vatnaáætlunin kom til sögunnar. Á þeim tíma lágu þó hvorki fyrir skilgreindir verkferlar varðandi veitingu heimildar né leiðbeiningar fyrir áhrifamat sem er forsenda veitingu heimildar. Hér voru því settar fram nýjar kröfur á rekstraraðila án þess að fylgdi sögunni hvernig ætti að uppfylla þær. Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um gerð áhrifamats litu ekki dagsins ljós fyrr en í lok árs 2024. Til að geta uppfyllt skilyrði laga um stjórn vatnamála og sótt um heimild til breytinga á vatnshloti var vatnshlotið Þjórsá 1 ástandsmetið, umhverfismarkmið skilgreind og byggt á því fór fram fyrsta áhrifamat vatnshlots á Íslandi, unnið af Hafrannsóknastofnun. Á þessu stigi var byggt á leiðbeiningum Evrópusambandsins. Á grundvelli matsins veitti Umhverfisstofnun í apríl 2024 (15 mánuðum eftir að sótt var um) heimild til að breyta vatnshlotinu Þjórsá 1 með gerð Hvammsvirkjunar, með mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum á lífríki Þjórsár. Heimildin var meðal annars veitt þar sem sýnt hafði verið fram á af hálfu Landsvirkjunar að gripið yrði til allra þeirra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlotsins. Þá var ljóst að aukið raforkuöryggi varðaði almannahagsmuni sem vægju þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið vatnshlotsins næðist. Fyrsta heimildin stenst skoðun Landsvirkjun varð fyrst hér á landi til að sækja um og fá heimild til breytinga á vatnshloti. Ákvörðun um að veita þá heimild var þó felld úr gildi af hálfu Hæstaréttar vegna mistaka við setningu löggjafar, en ekki vegna neinna efnislegra annmarka. Við höfum hagað vinnu okkar í fullu samræmi við löggjöfina enda fengum við heimildina á grundvelli víðtækrar þekkingar á lífríki Þjórsár eftir áratuga rannsóknir og vel ígrundaðrar mótvægisaðgerðir. Ef allt væri eins og best verður á kosið þá væri ástand vatnshlota og umhverfismarkmið þeirra staðfest í vatnaáætlun, málsmeðferðarreglur væru skýrar og það lægi fyrir hvernig samræmi á milli vatnaáætlunar og rammaáætlunar skuli tryggt, líkt og skylt er að gera samkvæmt gildandi löggjöf. Það virðist vera kominn hreyfing á þessi mál þar sem í þessum mánuði tóku gildi ný lög þar sem Alþingi leiðrétti framangreind mistök við lagasetningu og kveðið er á um að heimildin skuli í framtíðinni vera hluti af virkjunarleyfi. Á nýafstöðnu þingi var einnig lagt til að áhrifamat vegna vatnshlota fari fram í umhverfismati framkvæmda. Við væntum þess að haldið verið áfram af hálfu stjórnvalda að skýra betur málsmeðferð í lögum um stjórn vatnamála. Það er mikilvægt að lögin gefi góðar leiðbeiningar og að innleiðing þeirra heppnist vel. Við hljótum öll að vilja tryggja áfram vönduð vinnubrögð við undirbúning framkvæmda og rekstur sem gætu mögulega haft áhrif á verðmæta vatnsauðlind þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar