Nýr þjálfari Fram fékk meðmæli frá aðstoðarmanni Mourinhos Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2017 13:23 Rui Faria gaf nýjum þjálfara Fram meðmæli sín. vísir/getty Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56
Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30
Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50