Kristján Guðmunds: Varamennirnir skiptu sköpum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júlí 2017 20:27 Kristján Guðmundsson er kominn með sína menn í undanúrslit. „Yndisleg tilfinning að vera komin í undanúrslit í bikarkeppninni“ voru fyrstu orð Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna á Víkingi Reykjavík í Fossvoginum í kvöld. Varamenn ÍBV voru allir mjög ferskir í kvöld og var sigurmarkið búið til af mönnum af bekknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti laumulega stungusendigu inná Arnór Gauta Ragnarsson sem kláraði leikinn fyrir ÍBV á 87. mínútu. „Þeir sem komu inn á völlinn, byrjuðu ekki leikinn, en komu svo inn á og skiptu verulega miklu máli og það er akkúrat það sem við þurfum á að halda,“ sagði Kristján um varamennina. Kristján var ánægður með að leikurinn hafi ekki farið í framlengingu svo þeir næðu bátnum aftur heim til Eyja. „Þetta var hörku leikur og dómarinn tók strax góð tök á leiknum og spjaldaði menn, þannig að það varð ekkert vesen. Liðin skiptust á að vera ofan á í leiknum, en okkur tókst að stoppa í þau göt sem þeir voru að fara í gegn um okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum að nýta þetta færi en það var stutt á milli samt,“ sagði Kristján. „Við áttum okkur alveg á því að þetta er allt önnur keppni og við gírum okkur í hvern bikarleik fyrir sig og áttum okkur að því að deildin er allt önnur. Við þurfum að sýna sömu skynsemi og þennan fína leik sem við sýndum hér í dag,“ svaraði Kristján aðspurður hvort áframhaldandi þátttaka hafi áhrif á deildina, en þar er liðið ansi nálægt fallsæti. „Við bjóðum alla velkomna til Eyja viku fyrir Þjóðhátíð og sumir mega svo verða eftir eftir leikinn,“ sagði Kristján þegar hann var spurður um óska mótherja í undanúrslitunum.Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér Undanúrslit bikarkeppninnar fara fram 27. og 28. júlí og gæti ÍBV mætt þar FH, Stjörnunni eða KR, og Leikni Reykjavík eða ÍA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
„Yndisleg tilfinning að vera komin í undanúrslit í bikarkeppninni“ voru fyrstu orð Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna á Víkingi Reykjavík í Fossvoginum í kvöld. Varamenn ÍBV voru allir mjög ferskir í kvöld og var sigurmarkið búið til af mönnum af bekknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti laumulega stungusendigu inná Arnór Gauta Ragnarsson sem kláraði leikinn fyrir ÍBV á 87. mínútu. „Þeir sem komu inn á völlinn, byrjuðu ekki leikinn, en komu svo inn á og skiptu verulega miklu máli og það er akkúrat það sem við þurfum á að halda,“ sagði Kristján um varamennina. Kristján var ánægður með að leikurinn hafi ekki farið í framlengingu svo þeir næðu bátnum aftur heim til Eyja. „Þetta var hörku leikur og dómarinn tók strax góð tök á leiknum og spjaldaði menn, þannig að það varð ekkert vesen. Liðin skiptust á að vera ofan á í leiknum, en okkur tókst að stoppa í þau göt sem þeir voru að fara í gegn um okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum að nýta þetta færi en það var stutt á milli samt,“ sagði Kristján. „Við áttum okkur alveg á því að þetta er allt önnur keppni og við gírum okkur í hvern bikarleik fyrir sig og áttum okkur að því að deildin er allt önnur. Við þurfum að sýna sömu skynsemi og þennan fína leik sem við sýndum hér í dag,“ svaraði Kristján aðspurður hvort áframhaldandi þátttaka hafi áhrif á deildina, en þar er liðið ansi nálægt fallsæti. „Við bjóðum alla velkomna til Eyja viku fyrir Þjóðhátíð og sumir mega svo verða eftir eftir leikinn,“ sagði Kristján þegar hann var spurður um óska mótherja í undanúrslitunum.Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér Undanúrslit bikarkeppninnar fara fram 27. og 28. júlí og gæti ÍBV mætt þar FH, Stjörnunni eða KR, og Leikni Reykjavík eða ÍA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira