Innlent

Minnst fjórir ökumenn án réttinda voru stöðvaðir í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í Kópavogi sem grunaður er um heimilisofbeldi. Hann var handtekinn um klukkan þrjú í nótt og færður í fangageymslu vegna rannsóknar. Minnst fjórir sem óku án réttinda voru stöðvaðir í nótt. Einn þeirra hafði aldrei tekið bílpróf en hinir höfðu verið sviptir.

Þá eru nokkrir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn ökumaður er jafnvel grunaður um brot á vopnalögum.

Tveir menn voru handteknir við Mjóddina í gærkvöldi, en þeir voru grunaðir um eignaspjöll. Það er að þeir voru að mála á veggi. Samkvæmt dagbók lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×