Körfubolti

Curry gerir sögulegan samning við Golden State

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry hefur tvisvar sinnum orðið NBA-meistari með Golden State Warriors.
Curry hefur tvisvar sinnum orðið NBA-meistari með Golden State Warriors. vísir/getty
Stephen Curry hefur skrifað undir sannkallaðan ofursamning við Golden State Warriors.

Nýi samningurinn hans Currys er til fimm ára og færir honum 200 milljónir Bandaríkjadala í laun.

Þetta er stærsti samningur í sögu NBA-deildarinnar. Curry er sá fyrsti til að skrifa undir samning sem rýfur 200 milljóna múrinn. Með tíð og tíma verður það þó venjan í samningum stórstjarna í NBA.

Curry var valinn númer sjö af Golden State í nýliðavalinu 2009 og hefur spilað með liðinu allar götur síðan.

Curry varð NBA-meistari með Golden State 2015 og 2017 og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar 2015 og 2016.

Curry, sem er ein besta, ef ekki besta skytta í sögu NBA, var með 25,3 stig, 4,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×